Saga - 1991, Page 151
VARNAÐARORÐ UM KRISTNISÖGU
149
bút í sex eintökum með kalkípappír, því að þetta var fyrir daga ljós-
ritunarvéla á íslandi. Leyfi til að fjölrita fyrirlestrana höfðum við ekki
og töldum vonlaust að reyna að biðja um það. Ég á þessar uppskriftir
enn í fjórum möppum, og fá rit hef ég þurft að passa betur til þess að
mér héldist á þeim. Aftur og aftur hef ég freistast til þess að lána
mönnum fleiri eða færri af möppunum, og oftar en ekki hef ég þurft
að ganga eftir þeim til að fá þær til baka. Nú fyrir örfáum árum veit ég
að áform voru uppi um að gefa fyrirlestrana út prentaða, og eru lík-
lega enn. Kannski, og vonandi, á það eftir að fara svo að bókmennta-
sögufyrirlestrar Steingríms J. Porsteinssonar komi út á síðasta tug
aldarinnar. Hefði Steingrímur verið svo svalur að drífa fyrirlestrana
út á árunum í kringum 1960, þegar hann var búinn að semja þá að
mestu, þá hefði það ekki breytt öðru en því að íslenskir bókmennta-
sögulesendur hefðu haft aðgang að þeim að minnsta kosti þremur
áratugum fyrr en þeir hafa von um að fá þá í hendur nú.
Síðasta lærdómsríka dæmi mitt er Kristnisaga íslands eftir Jón Helga-
son biskup, gefin út í tveimur bindum á árunum 1925-27. Allir sem
hafa nasasjón af íslandssögu sjá strax að þetta rit er löngu úrelt. Það
ber til dæmis allt of sterk merki um viðhorf höfundar síns til þess að
það falli í smekk fólks á síðari hluta 20. aldar; það er óþægilega þjóð-
ernissinnað og vandræðalega lútherskt af sagnfræðiriti að vera. Á
háskólaárum mínum voru menn löngu farnir að hlæja að grimmri
andúð Jóns Helgasonar á biskupum síðmiðalda sem höfðu unnið sér
tvennt til óhelgi: Að vera bæði útlendir og kaþólskir. En sá hlær best
sem síðast hlær, og í þessu tilviki getur Jón Helgason hrósað sigri
lengur en ég og samstúdentar mínir. Það eru nefnilega fáar bækur
sem enn er erfiðara að fá að láni á Háskólabókasafni en Kristnisaga
Jóns Helgasonar. Þau fáu eintök sem þar er að finna eru alltaf í útláni.
Mórallinn af þessari sögu er: Sá sem þorir að skrifa yfirlitsrit um mið-
l®gt efni, sá sem ekki hvarflar undan og grefur sig niður í frumrann-
sóknir þangað til rit hans er orðið safn til sögu, sá maður stendur allt-
af með pálmann í höndunum þangað til einhver annar gerir það sama
með nýrri vitneskju og nútímalegri smekk.
En, segja menn, það er ekki hægt að skrifa yfirlit um efni án þess að
fyrst hafi verið gerðar frumrannsóknir. Það er alveg rétt, en það er
ekki heldur hægt að gera frumrannsóknir fyrr en efnið hefur verið
þakið á einhvern hátt með yfirlitsriti. Yfirlitsrit eru vissulega afrakstur
frumrannsókna, en þau eru líka og ekki síður hjálpargögn og undir-