Saga - 1991, Blaðsíða 152
150
GUNNAR KARLSSON
staða frumrannsókna. Hið almenna og einstaka helst í hendur í sagn-
fræðinni og þokast áfram eins og gangandi maður þokast áfram með
því að hreyfa fæturna til skiptis.
Með þessu á ég ekki við að það eigi að banna höfundum kristnisög-
unnar að nota frumheimildir. Ég hef sjálfur skrifað yfirlit yfir næstum
endilanga íslandssöguna á um 350 blaðsíðum handa börnum,6 og ég
studdist að minnsta kosti eins mikið við frumheimildir eins og fræði-
rit. Furðu oft eru fræðiritin ófullnægjandi undirstaða undir yfirlitsrit.
En sumar frumheimildir liggja á yfirborði sögunnar og geta nýst í yfir-
litsverk milliliðalaust, og oft getur maður látið þær rannsóknir sem til
eru vísa sér á nothæfa staði í heimildunum.
Ég hef reynt að sanna mál mitt með sönnum dæmisögum. Nú veit
ég að sumir telja að sögur sanni ekki neitt, jafnvel þótt þær séu
sannar, af því að þær útiloka ekki að það mætti finna aðrar sögur sem
sönnuðu hið gagnstæða. Því verð ég að geta þess líka, þó að ég hafi
ekki tíma til að útlista það, að það eru til fræðileg rök fyrir skoðun
minni. Sú kenning er til meðal sagnfræðinga og sagnfræðiheimspek-
inga að sagnfræðin búi ekki í frumrannsóknum fremur en hverju
öðru á ritferli sögurita, að það sé ævinlega hægt að búa til nýtt og
frumlegt verk á grundvelli nákvæmlega sömu staðreynda og eldri
verk hafa byggst á. Sumir halda því fram að það frumlega, nýja og
frjóa í sögu komi frá sagnfræðingnum og því samfélagi sem hannbýr
í, og það getur nákvæmlega eins komið inn við ritun yfirlitsverks eins
og frumrannsóknar.7 Dýrkunin á skjölum og skjalarannsóknum á 19.
öld og fyrri hluta hinnar 20., Ranke-skólinn eins og hún er oft kölluð,
var nauðsynlegt viðbragð við sagnfræði sem var orðin ófrumleg
uppsuða úr gömlum frásagnarheimildum. En sá sem ætlar að stíga
hvert framfaraspor í sögu með því að færa sífellt sama fótinn, hann
færist óhjákvæmilega í hring.
Svo að ég taki enn eitt dæmi í lokin, þá væri hægt að taka Kristni-
sögu Jóns Helgasonar biskups, fara yfir texta hennar atriði fyrir atriði,
hafna því sem sýnilega er úrelt og stafar frá Jóni og samtíma hans,
færa til og lagfæra allt sem umsvifalaust og rannsóknarlaust fer betur
að hafa öðru vísi. Um leið mætti bæta inn í því sem hefur verið leitt í
6 Gunnar Karlsson: Sjálfstæði fslendinga I- III (Rv., Námsgagnastofnun, 1985-88).
7 Sjá t.d. F.R. Ankersmit: Narmtive Logic. A Semantic Analysis of the Historian's Langti-
age (The Hague, Martinus Nijhoff, 1983).