Saga - 1991, Page 157
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
155
sem benda eindregið til Islands eru svona mörg, og afgangurinn er
sameiginlegur íslendingum og Norðmönnum, væri ástæða til að álíta
að mikið af merkjunum, ef til vill þau flest, sé komið frá íslendingum.
En Hagland ræðir ekki um það hvað við getum vitað um norskar og
íslenskar nafnavenjur á miðöldum. Hann segist byggja reikning sinn
á rannsóknum Linds á norrænum nafnavenjum (Lind 1905-14; 1931)
og á þá við nafnasafn hans. En Lind telur upp öll dæmi sem hann hef-
ur fundið um öll fornöfn í norskum og íslenskum miðaldaheimildum,
un að öðru leyti kemur hann með næsta stuttar og ágripskenndar
athugasemdir á eftir hverri skrá þar sem talin eru upp dæmin um
hvert einstakt nafn. Pessar athugasemdir eiga fyrst og fremst við
skilning Linds sjálfs á uppruna nafnanna en hann byggist á því einu
saman hversu oft nafnið kemur fyrir. Tæplega er hægt að álíta þær
eiga við norrænar nafnavenjur sem slíkar, því að Lind ræðir ekki
fremur en Hagland um það hversu misjafnar heimildirnar eru um
nafnasiði í þessum löndum.
Frá íslandi höfum við Landnámabók, íslendingasögur, svo og allar
samtímasögurnar frá 13. öld, með aragrúa nafna. Við þetta bætast
annálar. Frá Noregi eru kunn nokkur nöfn á rúnaristum frá víkinga-
öld, svo og sum nöfn landnámsmanna og fólks í konungasögum. En
þetta gefur tæplega sömu mynd af norskum nafnasiðum í öllum stétt-
urR þjóðfélagsins og allar þessar heimildir frá íslandi. Annars eru
miklu fleiri fornbréf, í frumriti og afriti, frá Noregi en íslandi þegar á
13. öld. Frá 14. öld er mjög mikið efni til nafnarannsókna í norskum
fornbréfum.
Annar vandi í heimildameðferð kemur í ljós þegar kanna skal
nafnasiði, hversu treysta má íslenskum heimildum um elsta nafna-
forðann. Er því til dæmis treystandi að nöfn fólks í íslendingasögum
séu ósviknar heimildir um þann tíma sem það á að hafa verið uppi? Ef
sögurnar eru ekki gamlar traustar arfsagnir, eru þetta tilbúin nöfn
sem varla verða notuð til tíðnirannsókna um elsta tímaskeiðið. Miklu
fremur spegla þau þá nafnasiði 13. aldar og síðar, eða að minnsta
kosti hugmyndir manna á þeirri öld um nafnavenjur fyrri tíma.
Hvernig sem þessu er háttað, hvort sem við metum allar heimildir
um nöfn traustar eða ekki, hljóta langtum fleiri íslendingar en Norð-
menn að vera nefndir á nafn í heimildunum, sérstaklega fyrir 1300.
^g ef ®tlunin er að gera tíðnikönnun á nöfnum verður að taka tillit til
þessa, ekki láta sér nægja að telja dæmin og bera svo tölurnar saman.