Saga - 1991, Page 160
158
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
Um Andrés segir Lind: „Detta lánenamn visar sig ganska tidigt i
Norge." Elsta norska dæmið er frá 1135, og tvö önnur eru frá svipuð-
um tíma. Elstu íslensku dæmin eru hundrað árum yngri. Niðurstöðu
sína orðar Lind á þessa leið: „Under medeltidens senare del blir nam-
net alt vanligare, sárskilt i Norge."
Um Erlings-nafnið segir Lind að það sé „föga brukligt" á íslandi,
einkum á elstu tímum, en það sé „under hela medeltiden allmant i
Norge." Lind nefnir átta norsk dæmi sem eru kunn þegar fyrir 1028,
auk þess sem sonur eins landnámsmannsins bar það nafn (það kallar
Lind íslenskt dæmi), en elstu íslensku dæmin eru frá lokum 12. aldar
og svo fjögur frá 13. öld. Frá seinni tímum hef ég ekki talið dæmin hjá
Lind, en þau norsku eru mjög mörg.
Um nafnið Kolbjörn segir Lind: „Allmánt i Norge alltifrán vikinga-
tiden. [. . .] Blott svaga spár av detta namn pá Island."
Um síðasta nafnið, Þjóðar, hefur Lind aðeins eitt dæmi að maður
hafi borið það, og það var sonur landnámsmanns sem sagður er hafa
verið „gauskur maður", það er að segja frá sænsku svæði. Að öðru
leyti þekkist það aðeins sem hugsanlegur liður í nokkrum norskum
og sænskum bæjarnöfnum.
Prátt fyrir þetta eru þessi fjögur nöfn flokkuð sem sameiginlegur
arfur, ekki sem dæmigerð norsk nöfn eftir svipuðum greinimerkjum
og látin eru gilda um þau sem eru dæmigerð íslensk. Og Hagland
reiknar yfirleitt ekki með neinum flokki nafna sem dæmigerðum fyrir
norskar nafnavenjur. Hann skiptir nöfnunum aðeins í tvo flokka,
dæmigerð íslensk og sameiginleg vesturnorræn. Slík flokkunaraðferð
gerir strax í upphafi örðugt að rökstyðja að nokkrar rúnaáletranir yfir-
leitt geti verið norskar.
Nú eru það ekki nema nöfnin frá Þrándheimi sem eru flokkuð til
fullnustu í greininni. Sé litið á safnið frá Björgvin, sést að þar er hópur
nafna sem hvergi eru nefnd nema í viðauka (Saga 1988:608). Er senni-
legt að kalla megi öll þessi nöfn sameiginleg? Eflaust sum þeirra. Sum
er líka að finna í safninu frá Þrándheimi, eins og Árni, Gunnar,
Grímur, Ormur, Sigurður, Þórir og Þorgísl, sem án nokkurs efa eru
sameiginlegur vesturnorrænn arfur. Kolbjörn og ef til vill líka Þjóðar
eru kunn frá Björgvin, en þau voru eins og við sáum að heita má ekki
finnanleg meðal íslensku nafnanna. Auk þessa eru á merkikeflunum
8 HT 1988:156.