Saga - 1991, Síða 161
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
159
frá Björgvin nöfn eins og Benedikt, Bergsveinn, Eindriði (þrisvar), Eirík-
ur (sex), Erlendur, Eysteinn, Eyvindur, ívar (tvisvar), Karl, Lucia,
Munán, Pálni, Ragnar, Sigvaldi (?), Sigólfur, Símon, Sörkvir (?) og Ölvir.
Af þessum nöfnum hefur Lind engin íslensk dæmi um nöfnin Luc-
ia, Munán, Pálni, Ragnar, Sigvaldi, Sigólfur og Sörkvir. Bergsveinn kem-
ur ekki fyrir í íslenskum heimildum fyrr en 1490. Benedikt, Eindriði,
Eysteinn, Eyvindur, ívar, Karl, Símon og Ölvir eru að sögn Linds venju-
leg eða mjög algeng í Noregi, en koma örfáum sinnum fyrir á íslandi,
að minnsta kosti eftir landnámsöld.
Um nöfnin tvö sem eftir eru, Eiríkur og Erlendur, lætur Lind þau orð
falla að Eiríkur sé „mycket vanligt, isynnerhet i Norge, och báres av
flera landnámsmenn," en um Erlendar-nafnið segir hann: „Namnet ár
[• • .] mycket vanligt i Norge medeltiden ut. Pá Island har det dáre-
mot icke kunnat antráffas förr án pá 1100-talet." Til eru fáein íslensk
dæmi frá 12.-13. öld, og eftir 1300 er það „ganska vanligt áven pá
Island."
Mér þykir vafamál um Eirík, en hin dæmin, fimmtán viss og tvö
óviss, verða jafnvel eftir hinum ströngu reglum Haglands að flokkast
scm dæmigerð norsk nöfn. Sjö þeirra koma ekki fyrir á íslandi, en hins
Vegar sáum við að það eru ekki nema tvö nöfn á merkikeflunum frá
Björgvin sem eru ókunn í Noregi (Eldjárn og Hallgísl). Priðja nafnið
kemur einu sinni fyrir í norskum heimildum (Þórhallur). Til saman-
Burðar má geta þess að þrjú af nöfnunum frá Prándheimi eru ekki
kunn úr norskum heimildum, en ekkert þeirra er alveg óþekkt á ís-
landi, ef sonur „gauska" landnámsmannsins er talinn vera íslenskt
dæmi.
Hagland segist (Saga 1988:499) fallast á að hundraðshlutfall ís-
Hnskra nafna í safninu frá Björgvin sé minna en frá Þrándheimi, en
"eigi að síður greinilegt" (allt að 14 af 100 læsilegum eigendamerkj-
Um), en hann hefði átt að geta þess að hlutfall dæmigerðra norskra
nafna í safninu frá Björgvin er einnig mjög hátt. Ef við teljum svo
þessi tvö dálítið vafasömu nöfn með, en sleppum Eiríki (sex dæmi frá
Björgvin), þá eru 20 af þessum 100 læsilegu merkikeflum með dæmi-
Serðurn norskum nöfnum. Sé Eiríkur talinn með, eru norsk nöfn á
fjórðu hverju merkikefli frá Björgvin. Á hvorn veginn sem reiknað er,
eru norsku nöfnin stærri hundraðshluti en þau íslensku.