Saga - 1991, Side 165
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
163
íslenskar og stundað útflutning, eru því ekki eins miklar og líkurnar
til að þær hafi verið norskar, þótt Hagland telji svo vera.
Höldum áfram samanburði á málfarsatriðum. í nafnmyndum eins
og ænri (Eindriði) og estæin (Eysteinn) í áletranasafninu frá Björgvin
er einhljóðun og þær geta þess vegna ekki verið íslenskar, því að tví-
hljóðin hafa varðveist í íslensku. Hins vegar er einhljóðun í norskum
mállýskum. Líka er sennilegast að þessar nafnmyndir séu norskar þar
sem /r/ er horfið (samlögun?): biani, ællendr, kal, kolbien, þostein /
þostin, allar frá Björgvin. Samræmd stafsetning í skrá Haglands (Saga
6015) felur slík talmálseinkenni áletrananna.
Innskotssérhljóðið /a/ í þurhalar (Þórhallur) er hins vegar tilgreint,
en aðeins í neðanmálsgrein í kaflanum um rúnafræði (Saga 1988:5116).
Ef þetta er ekki staglritun, sem hann telur hugsanlegt en slíkt sýnir að
vísu raunveruleika í málinu, þá bendir það beinlínis frá íslandi og til
norsks málssvæðis eins og Hagland segir líka í neðanmálsgreininni.
En þetta hefði átt að nefna í kaflanum um málfarsleg atriði.
Önnur merkikefli með innskotssérhljóði munu ekki hafa fundist,
°g dæmigert íslenskt innskotssérhljóð, /ú/17, er ekki að finna í þessu
safni. Vitanlega þýðir það ekki að áletranir án þess geti ekki verið
íslenskar, því að algengt var að sleppa þvi bæði í norsku og íslensku.
Þegar á allt er litið er Prándheimskeflið með nafninu Hrifla hið eina
með ótvíræðu íslensku málseinkenni. Önnur málsleg einkenni eru
annaðhvort dæmigerð norsk, eins og brottfall IV, einhljóðun og ef til
vill innskotssérhljóðið /a/, eða þau eru sennilega norsk, svo sem sam-
lagað /r/. Öll eru þessi dæmi í áletrunum frá Björgvin og að undan-
teknu innskotssérhljóðinu koma þau aðeins fyrir í sambandi við nöfn
sem eru sameiginleg eða dæmigerð norsk. FinnurlFiðr er sameiginlegt
sern mannsnafn, en þessi sérkennilega stafsetning með t-rún getur
hent til uppruna á Grænlandi. Samt er ekki loku skotið fyrir að það
geti verið norskt.
Það er því rétt sem Hagland segir (Saga 1988:5018) að í viðbót við
oafnaforðann séu málsleg einkenni sem bendi til íslands og
15 HT 1988:156.
16 HT 1988:149.
Höfundur hljóðritar hér og annars staðar í greininni /u/, en til glöggvunar íslensk-
vrn lesendum er ritað /ú/ í íslensku þýðingunni. Eins og kunnugt er var u borið
1« f,j*m '' að fornu. - Þýðandi.
18 HT 1988:148.