Saga - 1991, Síða 167
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
165
raunar o-rún á einum stað (fyrri liður tvíhljóðsins /au/), og u-rúnin
gæti verið vegna vandræða með að finna rétt sérhljóðstákn í texta á
útlendu máli, eða vegna fákunnáttu einnar saman. En Pater var ekki
með öllu óþekkt orð þeirrar tíðar mönnum þegar allir áttu að kunna
Paternoster og Ave Maria á latínu. í tólf öðrum norskum áletrunum
er Paternosterbæn, meðal annars á tveim frá Björgvin. Hún er einnig
á einni íslenskri. En á engri þeirra er u-rún notuð til að sýna /o/.
Því verður að taka áletrunina N-32836 með þegar rannsakaður er
rithátturinn u fyrir /o/. Hins vegar á eitt dæmi Haglands, merkikefli
nr. 22 frá Þrándheimi, ekki heima í þessu sambandi. Fyrsti liður
nafnsins ufæikr (Ófeigur) er ritað u-, en það er neitunarforskeytið sem
sums staðar á norsku málssvæði er /u:/, en í íslensku og þrænsku /o:/.
í samræmdri norrænni stafsetningu er forskeytið venjulega ritað ó20,
enda er slík samræming mjög undir íslenskum áhrifum. En það er
engan veginn augljóst að u-rúnina verði að lesa hér sem /o:/. Eins má
líta á hana sem norskt málseinkenni (Prændalög undantekin), og þá
bendir hún frá íslandi. Raunar er nafnið Ófeigur næsta lítið þekkt í
Noregi eftir víkingaöld, ekki heldur eftir 1300. En ef á að nota u-rún
rneð hljóðgildinu /o/ sem vísbendingu um íslenskan uppruna, er
ótækt að gefa sér fyrir fram að hún sé íslensk þegar aðrar leiðir eru til.
Varðandi hinar áletranirnar frá Björgvin, yfir 500, hef ég ekki ná-
kvæmt yfirlit yfir öll sérkenni í stafsetningunni, en það kann að vera
rett hjá Hagland að u-rún fyrir /o/ eða /q/ komi ekki fyrir þar. Þá er
sleppt dæminu sem hann nefnir sjálfur, N614, þar sem áreiðanlega er
nafnið Ólafur, ritað ulab, en þetta er ekki dæmigert merkikefli. Pað er
ekki í laginu eins og merkikefli, en áletrun á annarri hliðinni gæti ver-
ið eigandamerki. Pví er ekki fullljóst til hvers þetta kefli hefur verið,
°g málfarsleg túlkun textans sem ulab er í er jafn óljós. Einnig er
umdeilanlegt hvort önnur einkenni áletrunarinnar benda vestur um
haf.
Þannig eru til áletranir bæði frá Prándheimi og Björgvin þar sem
u*rún er höfð fyrir /o/ án þess að örugglega sé um að ræða merkikefli.
Vitanlega geta þær báðar verið íslenskar eða grænlenskar. Við þetta
bætast tvær aðrar áletranir frá Þrándheimi (fyrir utan merkikeflin)
með stunginni u-rún, en um þær talar Hagland ekki, og kem ég að
Þeim síðar.
^ í greininni í HT er prentvilla; þar stendur o. - Þýðandi.