Saga - 1991, Page 170
168
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
so little of the Norwegian as well as the Icelandic (and Great
Britain) material was accessible [. . .] In spite of the fact that
the Greenlanders came from Iceland, it is in Norway that we
find most of the related material and the runeforms.
Stungin u-rún
Þegar rætt er um stungnu rúnina á merkikefli frá Björgvin (N748) sem
fannst undir brunalaginu frá 1332, verður að gera sér grein fyrir hvað
stungin rún er. Sá háttur að setja punkt á eða í rún var á miðöldum
(eftir miðja elleftu öld) orðin aðferð til að gera tvíræða rún ótvíræða.
Helst var hún notuð til að greina milli raddaðra og óraddaðra lok-
hljóða (/p/b/, /t/d/, /k/g/), en milli þeirra var ekki greint á víkingaöld.
Þetta þýddi það að þrjár tvíræðar rúnir táknuðu þessi sex samhljóð.
Með því að bæta punkti við rúnina var búin til samstæða tveggja rúna
sem samsvaraði samhljóðatvennd, og hver rún táknaði þá eitt hljóð
(að minnsta kosti í orði, þótt ekki væri alltaf á borði). En þegar u-rún-
in var stungin, varð hún ekki einræð að heldur, því að upphaflega var
hún fjölræð (/ú/o/y/0/). Af þessum ástæðum verður stundum að lesa
stungna u-rún sem /y/ (í fáeinum norskum og mörgum dönskum
áletrunum), stundum sem /o/ (einni íslenskri, nokkrum grænlensk-
um). Einnig hefur verið giskað á /0/, sem kæmi til greina, en dæmin
eru vafasöm.
Hins vegar kemur hún fram í áletruninni N603 frá Björgvin og sam-
svarar þá ph í latínu, í nokkrum dönskum áletrunum v/iv (DR:979) en
þar var annars siður að rista venjulega óstungna u-rún. í einni norskri
áletrun (N128) er stungin u-rún talin standa fyrir v. Hér á eftir verður
rætt um það hvort svo sé einnig í áletrun frá Þrándheimi.
Þetta sýnir að þegar tekið var að stinga rúnir í þeim tilgangi að gera
fjölræð rúnatákn einræð, var sinnugum rúnameistara opin leið að
nota sömu aðferð annars staðar þegar honum þótti þurfa. Ekki þurfti
að læra hverja stungna rún út af fyrir sig þegar tilgangurinn með að
stinga rún var orðinn ljós á annað borð. Dæmi eru um stungna f-rún
til að sýna latneskan bókstaf, v, stungna þ-rún til að sýna ð og
stungna n-rún til að sýna sérstakan framburð á gti í Magnús (í N616 frá
Björgvin). Ef notkun u-rúnar bæði fyrir /ú/ og /o/ hefur enn verið kunn
aðferð, var hægt að stinga u-rún til að sýna /o/ ef rúnameistarinn hafði
á annað borð skilið til hvers verið var að stinga rúnir. Þessi ritháttur