Saga - 1991, Page 171
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
169
þarf því ekki að hafa verið siður með neinni sérstakri þjóð, og við sjá-
um líka að hann kemur upp hér og hvar samhliða öðrum aðferðum til
að rita /o/.
Loks verða áletranirnar tvær frá Þrándheimi sem þegar hafa verið
nefndar að vera með í umræðunni um stungnar u-rúnir í Noregi.
Hvorug þeirra er á merkikefli, og margt bendir til að þær séu báðar
norskar, hvorki íslenskar né grænlenskar. Á annarri er norskt máls-
einkenni, hin er á leiksverði úr tré, en það hefur varla verið innflutt
heldur hefur það getað verið í eigu barns í Þrándheimi. í báðum áletr-
ununum er stungin u-rún, að því er virðist í sama mannsnafni. Vand-
inn er sá að ristan er tvíræð, hægt er að lesa nafnið hvort sem er ívar
eða ]óar (i-rúnin táknar bæði i og;). Af rithættinum verður ekki ráðið
hvort stungin u-rún samsvarar latnesku o eða v eða hvort nokkur
munur er á áletrununum.
Vandinn verður enn flóknari vegna þess að það hljóð sem í latínu-
letri er táknað v, og í „venjulegu" rúnaletri ritað óstunginni u-rún, er
í sumum norskum, dönskum og sænskum ristum táknað með o-rún
(t.d. N178, N564). Af'ymsum sögulegum og hljóðkerfislegum orsök-
um hefur verið erfitt að sýna þetta hljóð með einum hætti í riti, enda
kemur það greinilega fram í rúnaáletrunum. Þar sem skrifa má það
hæði með u-rún, stunginni eða óstunginni, f-rún, stunginni eða
óstunginni, og með u-rún, hlýtur sú spurning að vera nærtæk hvort
stungin u-rún fyrir /o/ og sama merki fyrir latneska bókstafinn v er í
raun og veru tvennt ólíkt. Þessari spurningu er ekki unnt að svara
eins og mál standa nú, en samt getur verið gagnlegt að spyrja hennar.
há möguleiki er nefnilega til að þeir sem ristu áletranirnar tvær í
Lrándheimi hafi getað skynjað stungna u-rún sem afbrigði af „o-
rún", hvort sem nafnið átti að vera ívar eða ]óar. Sama gildir um N128
sem áður hefur verið nefnd. Sé svo, er til í norskri áletrun stungin
u~rún með sama hljóðgildi og o-rún.
Ekkert af því sem hér hefur verið sagt, er nein sönnun fyrir því að
þessi tilteknu merkikefli frá Þrándheimi og Björgvin hljóti að vera
norsk. En það ætti að sýna fram á að hitt er ekki neitt sjálfsagt heldur,
°8 að spurningin um stafsetningu á rúnaristum er miklu flóknari en
Hagland vill vera láta.