Saga - 1991, Page 172
170
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
Sérmerkt r-rún
Annað rúnafræðilegt atriði sem er talið benda vestur um haf, þó ekki
eins afdráttarlaust, er sérmerkta r-rúnin sem sumir hafa kallað „græn-
lenskt r". Hún er til í tveimur gerðum, sem við getum nefnt „afbrigði-
lega og mjög afbrigðilega gerð"24. Einkenni hennar er að boginn á
r-rúninni (sem í „venjulegri" gerð er eins og stórt latínuleturs R)
snertir ekki stafinn (lóðrétta legginn) annars staðar en efst. í afbrigði-
legu gerðinni snertir boginn svo nefndan kvist (skástrikið fyrir neðan
bogann) með ákveðnu bili frá stafnum, en í mjög afbrigðilegri gerð
snertir boginn kvistinn alls ekki, heldur liggur nærri því samhliða
honum. Sú gerð fær þannig undarlega mynd „skáleturs".
Varðandi Grænland minnist Olsen lítils háttar á afbrigðilegu gerð-
ina (1932:237), en hún er talin koma fyrir í tveimur áletrunum þaðan.
Stoklund segir (1981:144) að rúmlega helmingur af öllum rúnum í
grænlensku áletrununum sé af sérstöku gerðinni, og á þá greinilega
við bæði afbrigðin. Hún bætir því við að á þeim séu margar mismun-
andi gerðir r-rúnarinnar. í íslenskum áletrunum koma bæði afbrigðin
fyrir, einu sinni hvort. Þau eru á snældusnúðum sem Bæksted telur
(1942:43) að geti verið innfluttir frá Grænlandi, þar sem aðrar íslensk-
ar áletranir eru, að því er hann segir, ekki með samsvarandi r-afbrigð-
um (ef til vill ályktar hann af steintegundinni, en það nefnir hann
ekki).
Bæksted bendir einnig á að á mörgum norskum áletrunum er þessi
r-rún, og sama gerir Olsen (1932:237). Þetta var áður en fornleifarnar
voru grafnar upp í Björgvin og Þrándheimi. Bæksted talar aðeins um
afbrigðilegu gerðina en Olsen talar skýrum orðum um hina, þá mjög
afbrigðilegu. Þessi munur getur stafað af því að stundum getur verið
erfitt að meta hvora gerðina um er að ræða.
Munurinn á þessum tveimur gerðum er tæplega verður allrar þess-
arar athygli og það er vafamál hvort öll umræðan um uppruna þeirra
er ekki á villigötum. Bæksted hittir sennilega naglann á höfuðið þegar
hann segir (1942:43) að afbrigðilega gerðin muni vera fyrirrennan
hinnar, báðar muni þær vera „kursivudvikling (ved træskæring?)
venjulegrar u-rúnar. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að rista r-rún-
ina í tré, sveigðan boga sem gengur svo aftur út í kvist. Á rúnakeflun-
24 Þýðing á „moderat og ekstrem variant".