Saga - 1991, Síða 175
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
173
Þrándheimi sem Hagland telur vera með óstunginni u-rún fyrir /o/,
verður eitt að teljast ótryggt dæmi (Ófeigur, sbr. hér að framan!). Af
tveimur nöfnum á sama kefli kemur annað einu sinni fyrir í norskum
heimildum, hitt aldrei, og þau tvö sem eftir eru, eru annaðhvort sam-
eiginleg eða koma hvorki fyrir í íslenskum né norskum heimildum.
R-rúnin sérstaka kemur ekki fyrir í þessum fjórum nöfnum.
Niðurstöður
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að ákvörðun á uppruna merkikeflanna
eftir ofangreindum greinimerkjum, öðrum en málfarslegum, er meiri
vandi en Hagland vill vera láta.
Tölfræði nafnanna hjá Hagland er mjög vafasöm, í fyrsta lagi vegna
þess að efnið sem Lind hefur safnað skiptist mjög ójafnt milli land-
anna. Flokkun Haglands í tvo flokka aðeins, „dæmigerð íslensk" og
-,sameiginleg", það er án þess að kalla nokkurt nafn „dæmigert
norskt", leiðir auk þess til rangfærslu, sérstaklega í heimildunum frá
Björgvin. Jafnvel þó að við féllumst á að ákvarða uppruna eftir Lind,
>'rði árangurinn ekki eins yfirþyrmandi íslenskur og greinin gefur í
skyn.
Þegar rúnafræðileg atriði sem eiga að benda vestur um haf, eru
ekki heldur dæmigerð fyrir málssvæðið vestanhafs, og þegar ótvíræð
málseinkenni eru á fleiri norskum en íslenskum merkikeflum, þá
virðast enn minni líkur til þess að þorri þeirra eigi sér uppruna á ís-
landi.
Það kann að vera rétt hjá Hagland að íslenskir og grænlenskir rúna-
meistarar hafi skorið sum merkikeflin, en það er ótrúlegt að allt efnið
sé meira eða minna komið „vestan um haf". Eitt er víst, og það er að
merkikeflin fundust í Þrándheimi og Björgvin, og eru frá þessum
hæjum og nágrenni þeirra í víðum skilningi. En að finna hverri áletr-
Un nánar stað á hinu norræna máls- og menningarsvæði Noregs og
vestanhafs er ekki vinnandi vegur nema í þau fáu skipti þar sem unnt
er að sýna fram á málfarsleg sérkenni. Um annað er ekkert til nema
meir og minna óljósar líkur, og þegar málfarseinkennin benda ekki
aðeins vestur um haf, eins og Hagland telur, verður ekki mikið byggt
á hinum atriðunum.
Þá virðist einnig vera nokkur munur sem Hagland hefur ekki gert
ser ^jósan, á merkikeflunum frá Björgvin og Þrándheimi. Á þeim fyrr-