Saga - 1991, Page 185
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
183
Nedkvitne talar um. í því sambandi er á litlu að byggja, en ekki þarf
að velja milli eins eða annars. Félagsverslun til íslands kann vel að
hafa verið stunduð þann veg, til að mynda af Norðmönnum sem
versluðu þar (sbr. Blom 1962, dálka 481 nn.). Einmitt þetta kann að
valda meiri óvissu um norsk málseinkenni á þessurn merkikeflum - í
raun einnig um það hvort þessi umrædda „Solveig" hefur verið norsk
eða ekki - en það er engin ástæða til að knýja fram svar við þessari
spurningu. Það liggur annars beint við og er rökrétt að ætla að sú teg-
und grannverslunar við Björgvin sem Nedkvitne nefnir - sunnan frá
Rygjafylki og við skulum segja norður til Sogns - hafi ekki verið
skipulögð í þeim mæli að þörf hafi verið á mikilli skriflegri merkingu.
Þessu má velta fyrir sér. Sannleikurinn er sá að það eru norsk upp-
runamerki á sumum þessum merkikeflum. Þá verður eðlilegt, eins og
Nedkvitne segir, að telja merkikeflin geta verið komin „frá öllu ná-
grenni Björgvinjar og Þrándheims" (Saga 1991:17714). Ég þykist hafa
sýnt fram á að úr fyrirliggjandi heimildum megi lesa að þetta máls-
svæði hafi einnig náð til Islands að minnsta kosti. Það ætti nú ekki að
vera svo mikið tilfinningamál - íslandsverslunin er einnig kunn úr
öðrum heimildum.
]an Ragnar Hagland
Heimildir
Blom, Grethe Authén 1962: Islandshandel. I: Kulturhistorisk leksikon for nordisk middel-
alder 7, dálkar 481-85.
Christophersen og fleiri 1988 = Christophersen, A., E. Jondell, O. Marstein, S.W.
Nordeide og I. Reed: Utgraving, kronologi og bebyggelsesutvikling. Meddelelser nr.
13. Del 1. Fortiden iTrondheim bygrunn: Folkebibliotekstomten. Riksantikvar-
en, Utgravningskontoret for Trondheim. Trondheim.
Hagland, Jan Ragnar 1986: Runefunna ei kjelde til handelens historie. Meddelelser nr. 8.
Fortiden i Trondheim bygrunn: Folkebibliotekstomten. Riksantikvaren,
Utgravningskontoret for Trondheim. Trondheim.
úagland, Jan Ragnar 1988b: Nokre onomastiske sider ved runematerialet frá bygrun-
nen i Trondheim og Bryggen i Bergen. Studia Antroyonymica Scandinavica. Tids-
skrift för nordisk personnamnforskning 6:89-102.
Hagland, Jan Ragnar 1989: Islands eldste runer i lys av nye funn frá Trondheim og
Bergen, Arkiv för nordisk filologi 104:89-102.
NlyR = Norges innskrifter med de yngre runer 1-6. Oslo 1941-80.
Sturlunga saga = Sturlunga saga I—II (útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og
Kristján Eldjárn). Reykjavík 1946.
14 HT 1989:349.