Saga - 1991, Blaðsíða 188
186
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
Sú tilgáta almennt að merkikeflin hafi verið flutt til bæjanna með
vörum, er ekki sama og tilgátan um íslenskan eða grænlenskan upp-
runa þeirra. Jafnvel þó að Hagland segi sjálfur berum orðum að ekki
sé nema sumt af þessu efni komið þaðan, lætur hann hjá líða að
minnast á þann möguleika að nokkuð af því geti verið af norskum
uppruna, og hann reynir ekki heldur að athuga hvort norsk einkenni
séu á áletrununum; þær fundust þó í Noregi. Flokkurinn „norskur"
er ekki til hjá Hagland 1988, og þar með lítur svo út sem öll merkikefl-
in sem ekki hljóta að vera íslensk eða grænlensk, geti verið það (nema
það gotlenska). Petta einkennir rökstuðninginn og er undirskilið í
honum, einkum þegar um er að ræða nokkrar áletranir frá Björgvin
sem talað er um seinast í greininni. Talað er um þær eins og þær séu
allar vesturnorrænar, ótiltekið nánar. Um er að ræða tvær áletranir
með nafngreindri vöru sem „gat vel verið innflutt og gjarnan frá ís-
landi", og fimm merkikefli með kvennanöfnum, þar sem segir að það
séu „eins miklar líkur til að um sé að ræða" íslenskar konur eins og
þær séu frá Björgvin. (Saga 1988:585). En nú er greinilegt norskt máls-
einkenni á einni af þessum áletrunum, og um tvö nafnanna eru að-
eins til norsk dæmi. Hvorugt þeirra telur Hagland vera dæmigert
íslenskt nafn, og engin íslensk málseinkenni er að finna á áletrunun-
um.
Þessar áletranir er þess vegna því aðeins unnt að telja íslenskar ef
reiknað er með því að þetta geti allt verið íslenskt (að undanteknu því
sem hlýtur að vera grænlenskt eða gotlenskt) og sleppt því að fleiri
möguleikar geti verið til. Það voru þess háttar röksemdir, eða skortur
á þeim, sem ég skildi svo að þetta ætti mest allt að vera íslenskt, en
Hagland bregst illa við þessum skilningi í svari sínu. Þótt aðaltil-
gangurinn væri að sýna íslenskt efni í sumum áletrununum, réttlætir
það ekki að þagað sé um fjölda áletrana, það er að segja þær sem bera
norsk sérkenni, og þá síst þegar íslensk sérkenni eru notuð til að rök-
styðja að sérkennalausu áletranirnar geti líka verið íslenskar.
Þar sem ekki nema sum merkikeflin hljóta að vera íslensk, má líka
segja að áletranir sem íslendingar hafi gert, þurfi ekki endilega að
hafa komið til Noregs með varningi, heldur hafi íslendingar búsettir í
þessum tveim bæjum eins getað gert þær. Hvað líklegast er fer meðal
annars eftir því hversu mikill hluti alls þessa merkikeflafjölda þau eru
yfirleitt, og líka eftir því hvort heimildir eru til um að íslendingar hafi
5 HT 1988:154.