Saga - 1991, Page 191
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
189
sem Hagland telur sig standa á, eða hvað? Þá er aftur komið að helstu
aðfinnslu minni, að hann vilji aðeins nota íslensk sérkenni sem rök
fyrir uppruna óvissa hlutans.
Ég held því ekki fram að norsk sérkenni í fáeinum áletrunum geri
allar hinar líka norskar. Það sem ég geri, er að mótmæla fullyrðingu
hans um að ein íslensk áletrun (eins þótt fleiri væru) geri leyfilegt að
álykta nokkurn skapaðan hlut um hinar allar, meðan ekki er neitt sagt
U7n það hvernig háttað sé upprunaeinkennum þeirra (að undantekinni
aletruninni sem er talin vera gotlensk). Þegar ég benti á að í áletrun-
unum frá Björgvin væru „fleiri málseinkenni sérnorsk" (Saga
1991:16413), lá ekki annað í orðinu „fleiri" en „ótiltekin tala, en fleiri en
eitt merki", enda voru þau nefnd saman rétt á undan. En jafnvel þó
að ætlunin væri að skilja þetta sem samanburð á fjölda íslenskra og
norskra merkja, er það rétt að norsku málseinkennin á merkikeflun-
nrn frá Björgvin eru fleiri en þau íslensku. Sannleikurinn er sá að það
eru engin íslensk sérkenni á þeim, en eitt grænlenskt gæti verið. En
þó að bent sé á slíkar staðreyndir þýðir það varla að uppruna þeirra
allra megi ákvarða eftir meirihlutanum, eða hvað?
Varðandi athugasemdir mínar við nafnareikning Haglands, vísar
hann til fyrri greinar sinnar (Hagland 1988b) til betri skilnings. En
Vegna þess að umræðan hófst í Historisk tidsskrift, verð ég að leyfa mér
að koma með athugasemdir við þá grein líka og við Hagland 1989,
Sem hann vísar einnig til. í 1988b vísar hann til Historisk tidsskrift
198814 um rök fyrir því að „mikill hluti merkikeflanna frá Þrándheimi
°g Björgvin hljóti að vera kominn frá íslandi." (1988b:15, leturbreyt-
lng mín). Þessar röksemdir hljóta að vera málfræðilegar og rúna-
haeðilegar, úr því að þær eiga líka að styðja það að mannanöfn á þess-
Um rúnakeflum séu íslensk.
En með því að nota sér málfræðileg sérkenni og rúnafræðileg (staf-
setningu) er ekki unnt að greina fleiri en í hæsta lagi 14 af 124 áletrun-
Urn frá þessum bæjum:
brándheimur, íslensk málfarseinkenni: 1 áletrun
rúnafræðileg rök: 4 áletranir af 24 áletrunum
samtals í Þrándheimi
hjörgvin, íslensk málfarseinkenni: 0 áletrun
rúnafræðileg rök: 7-8 áletranir af samtals 100 læsi-
~ — legum áletrunum í Björgvin
I4 HT 1989:339.
Sömu greinar og birtust í Sögu 1988.