Saga - 1991, Page 201
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
199
textum bókarinnar. Sannleikurinn er hins vegar sá að þessar þrjár villur eru
þær einu sem þar er að finna. í einu tilfellinu verður mér á að ruglast á gafli
á vörubílspalli og hlera á sporvagni sem notaðir voru til að flytja síld að síld-
arkössum. Ástæðan fyrir þessum ruglingi er sú að sjónarhorn myndarinnar
er mjög þröngt. Á bls. 341 í bók minni er svo mynd sem tekin er úr Mennirnir
í brúnni III, bls. 160-161. Myndatextinn er tekinn óbreyttur úr bókinni nema
ég skýt inn í hann „(hvíta skipið)" svo ekki fari milli mála að átt sé við hvíta
tréskipið á myndinni sem í textanum er nefnt Bjarmi II. „Mörgum líður seint
úr minni stóra kastið sem Bjarmi fékk", segir Hreinn. Nú vill svo til að Þor-
steinn Gíslason fiskimálastjóri, fyrrum frægur síldarskipstjóri, tók þessa
mynd og man því þennan atburð jafnvel betur en Hreinn Ragnarsson.
Bjarmi, hvíta eikarskipið á myndinni, var í hugum sjómanna á þessum árum
jafnan Bjarmi annar því þetta var annað skipið í eigu Röðuls H/F á Dalvík sem
var með Bjarma-nafninu. Þess vegna kallar Þorsteinn skipið Bjarma „II".
Strangt til tekið er þetta ekki rétt því síðar keypti þetta útgerðarfyrirtæki stál-
skip sem það nefndi Bjarma II. Þetta er þó allgott dæmi um hve langt Hreinn
seilist í þeirri viðleitni sinni að tína upp lítilfjörlegar skekkjur. Er trúlegt að
hann væri að því ef hann hefði úr öðrum veigameiri skekkjum að moða?
Um myndirnar í bókinni hefur Hreinn meðal annars þau orð að þær séu
ekki „með öllu gallalausar. Þeirn virðist hafa verið safnað tilviljanakennt og
stundum virðist myndin hafa troðið sér inn í textann eingöngu af því að hún
var til," segir hann. - Það er ofvaxið mínum skilningi hvernig hægt er að bú-
ast við að fá gallalausar myndir frá síldarárunum. Á þessum árum voru örfáir
atvinnuljósmyndarar til, myndavélar fáar í eigu almennings og frumstæðar.
Þó mun sannast sagna að í bók minni séu bestu og athyglisverðustu myndir
fra síldarárunum sem nokkru sinni hafa birst í einni og sömu bók, þeirra á
raeðal myndir eftir Vigfús Sigurgeirsson sem margar má telja meistaraverk.
Margir málsmetandi menn hafa látið í ljós mikla gleði yfir þessum myndum,
þeirra á meðal Kari Shetelig Hovland sem segir í bréfi til mín: „]eg er veldig
nnponert over alle define, interessante bildene du harfátt tak i." í ljósi þessara orða
verður atlaga Hreins að myndunum brjóstumkennanleg. Þess má og geta að
eg hafði safnað um 400 myndum sem ég hafði úr að moða í þessa bók, auk
mynda úr bókum, og orð Hreins um „tilviljanakennda söfnun" og að myndir
„troöi" sér inn í textann eru ekki annað en einbert þvaður.
Allt sýnir þetta með öðru hvernig Hreinn Ragnarsson leggur sig í líma við
að reyna að grafa undan trúverðugleika bókarinnar. En í rauninni getur
hann ekki nefnt nema eitt efnisatriði sem er rangt: Mér verður semsagt á að
segja að á Djúpuvík hafi verið norsk hvalstöð áður en Elías Stefánsson hóf
þar síldarsöltun. Þar er um að kenna röngum upplýsingum. Það eru reyndar
athyglisverð meðmæli með bók, sem er 360 blaðsíður og fjallar um þetta afar
flókna efni, að svo mjög sem Hreinn er áfram um að finna villur í henni, skuli
hann aðeins finna eina efnisvillu sem slægur er í. Hann gefur þó hvað eftir
annað til kynna að þær villur sem hann tilgreinir séu aðeins lítill hluti af vill-
Um bókarinnar. Með tilvísun til þeirra vinnubragða hans sem hér hafa verið
afhjúpuð er þó fullljóst að hann hefði ekki látið hjá líða að tína til fleiri villur
ef þeim hefði verið til að dreifa.