Saga - 1991, Page 203
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
201
eg á launum við að skrifa bókina. Nú er hins vegar svo að menn eru misjafn-
lega duglegir og afkastamiklir og nýta tíma sinn til vinnu misvel. Mér er
kunnugt um að Hreinn Ragnarsson fékk styrk til að skrifa síldarsögu, fyrir
12-13 árum að mig minnir. Svo vel hefur honum unnist verkið að í Kennara-
tati IV, útg. 1987, telur hann sig ritstjóra og aðalhöfund ritsins Saga síldveiða
við ísland og er útgáfuárið tilgreint 1986. Sá hængur er þó á að þetta rit er
hvergi til nema í ímyndun hans sjálfs. Er það kannski samkvæmt formúl-
unni „rétt skal vera rétt"? Að þessum upplýsingum fengnum þarf ekki nema
meðal sálfræðiþekkingu til að skilja þann hug sem lýsir sér í umfjöllun hans
um Svartan sjó af síld.
Hreinn er enn við sama heygarðshornið þegar hann gefur því fólki eink-
unn sem ég hef viðtal við í bókinni: „í hugum þessa fólks var síldin leikur,
drekkhlaðnir bátar, sólskin, líf og fjör." -1 bókinni er vitnað í ummæli fjölda
manna sem margir hafa miklu dýpri, yfirgripsmeiri og merkilegri reynslu af
síld og síldveiðum en Hreinn Ragnarsson. Sumir þessara manna voru í farar-
broddi í síldarútvegi á sjó eða landi áratugum saman og voru meira og minna
viðriðnir flest það er að síldveiðum lýtur. Auk þeirra er rætt við alþýðufólk
sem árum saman stritaði í síld. Engin ummæli þessara manna gefa Hreini
beimild til að viðhafa þessi hrokafullu orð. Þetta fólk hefur upp til hópa fulla
yfirsýn yfir erfiðleika, vonbrigði, strit, vökur og þrældóm síldarlífsins og var
ekki haldið neinni glýju í því efni. Því fer og fjarri að bókin dragi upp glans-
mynd af síldarlífinu eins og Hreinn gefur í skyn og segir í því sambandi: „En
glansmyndin er örugglega sú sem þjóðin vill hafa og helst innrammaða uppi
a vegg." _ Má nú segja að orðið sé næsta þreytandi að reka rangfærslurnar
°fan í ritdómarann.
I Svörtum sjó af síld segir á blaðsíðu 221:
Við getum stillt okkur upp við hliðina á þeim sem horfir úr blámóðu
fjarlægðarinnar með rómantískri einsýni og segir tæpast annað en
„stórkostlegt-dásamlegt-yndislegt". Við getum líka stillt okkur upp
hjá þeim sem horfir úr nærsýnni nálægð og segir með steingervu
raunsæi: „Þetta var ekkert annað en þrældómur, slor og skítur." Við
höfum reynt að gera hvorugt. Við höfum reynt að finna þann punkt
á kortinu þar sem fjallið er í senn blátt og grátt, mennirnir í senn
miklir og litlir, síldarárin í senn stórkostleg-dásamleg-yndisleg og
þrældómur-slor-skítur. Því nær sem við erum þessum punkti þeim
mun nær verðum við lífsævintýrinu sem er í senn svo mikill raun-
veruleiki og svo mikið ævintýri að ekki verður skilið þar á milli.
ansagt er kjarninn í ritunaraðferð bókarinnar Svartur sjór af síld og við
nn var staðið. Til gamans tilfæri ég úr bókinni orð vinar míns, Jóns
j^e ressonar< sem sýna hve sumir voru fjarri glansmyndinni: „Tilfinningar?
enndir? Ég gef skít í þessa síldarrómantík. Það var mjög skemmtilegt að
s'lH 3 * sólskinsdegi fremst á bryggjusporðinum og horfa á drekkhlaðna
sjQrarbata sigla inn í höfnina og segja duggu dugg. Allt annað var skítur,
•°r' ^ntlla, vökur og þrældómur. Aðalatriðið var að passa sig á að stíga aldr-
um borð í síldarbát."
1 w ljóst hvort um er að ræða vísvitandi rangfærslu eða athugunarleysi