Saga - 1991, Page 204
202
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
þegar Hreinn útlistar þann galla bókarinnar sem hann telur hvað alvarlegast-
an. Svo illa sem hann hefur farið út úr mörgum staðhæfingum sínum til
þessa er kannski rétt að sýna honum þá góðsemi að telja að hér sé aðeins um
athugunarleysi að ræða. Hann segir: „Þá er komið að þeim galla á þessari
bók sem e.t.v. er alvarlegastur. í þessari 360 blaðsíðna bók eru aðeins 80 til-
vísanir sem er fáránlega lítið í riti sem byggir jafnmikið á heimildum og þetta
gerir." - Þetta er algjör firra. Tilvísanir í bókinni eru miklu fleiri. En stór hluti
þeirra er innan textans sjálfs og því ekki með tilvísunarnúmerum. Á blaðsíðu
116-17 eru til að mynda fjórar tilvísanir í textanum. Tvær þeirra eru svona:
„Hér lýkur tilvitnun í Norðra 26. ágúst 1911 ..." - Og síðan: „Norðurland
29. ágúst 1908: „Hingað berst sú frétt að maður hafi verið myrtur í vikunni
sem leið ..."
Bókin er full af tilvísunum af þessu tagi og furðuleg yfirsjón Hreins að
koma ekki auga á það. En jafnvel þótt tilvísanir væru aðeins áttatíu væri eng-
in ástæða til að áfellast höfundinn fyrir það. í fyrsta lagi má spyrja: Hver er
tilvísanakvótinn á 360 blaðsíður? Hundrað? Tvö hundruð? Sex hundruð? Og
hver skyldi kvótinn vera á 1000 blaðsíður? Svarið er mjög einfalt: Höfundi er
fullkomlega í sjálfsvald sett hve margar tilvísanir og tilvísunarnúmer hann
hefur í verki sínu og skiptir engu í því tilfelli hve mikið verkið byggir á heim-
ildum. Þess má til að mynda geta að í einhverju frægasta sagnfræðiriti þess-
arar aldar, Menningarsögu WiUs Durants, sem er nokkrir tugir binda, eru að-
eins örfáar tilvísanir. Á borðinu hjá mér liggur940 blaðsíðna sagnfræðirit um
frönsku stjórnarbyltinguna og þykir hvað merkilegast rita um það efni nú.
Þessi bók heitir Citizens og er eftir Simon Schama. Ég held að fullyrða megi að
í henni sé ekki að finna eina einustu tilvísun og er þó franska stjórnarbylting-
in ekki síður flókin en síldarsaga íslands. Þessar aðfinnslur Hreins Ragnars-
sonar eru því ekki annað en barnaskapur og þekkingarleysi, sprottnar af
músarholusýn til umheimsins og sagnritunar. Af þessu samanlögðu má sja
að sú skoðun Hreins að þetta sé e.t.v. alvarlegasti galli bókar minnar fellur
um sjálfa sig.
Fyrst svo er nú komið fyrir alvarlegasta gallanum, að viðbættri annarri vit-
leysu í þessari umfjöllun Hreins, má segja að hann hafi afar lítið á hendi-
Hann þykist þó enn bólginn af spilum og segir: „Ákafi höfundar leiðir svo til
þess að víða í bókinni má sjá texta annarra höfunda skína gegnum texta
bókarinnar án þess að heimilda sé getið eða með nokkrum hætti gefið í skyn
að textinn sé ekki beint frá brjósti höfundar." - Hreinn greinir síðan tvo
dæmi um þetta úr bók Kari Shetelig Hovland, Norske seilskuter pá lslandsfiskc■
Það skal tekið fram að ég vitna margsinnis í bók Hovland og hennar er og
getið í heimildaskrá. í sjálfu sér hefði ekkert verið auðveldara en taka þ*r
málsgreinar sem Hreinn vitnar til, óbreyttar úr bók hennar, innan tilvitnun-
armerkja með viðeigandi tilvísunarnúmerum. En í þessu tilviki henta beinar
tilvitnanir ekki frásagnarstílnum, þær myndu brjóta stílinn niður og slæva
þau áhrif sem reynt er að ná fram. Ég kýs því að endursegja þá atburði sem
þarna greinir frá með mínum eigin stfl. Þarna er viðhöfð aðferð skáldskapar-
ins, reynt að sviðsetja atburðina, gæða þá nálægð og lífi. Þessi aðferð er not-
uð mjög víða í bókinni, til að mynda sviðset ég allan síldarflotann úti á sjo