Saga - 1991, Page 209
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
207
unista. Danskir kommúnistar höfðu þegar stofnað eigin flokk. Þversögnin í
umsögn minni er því ekki fyrir hendi.
Hvaða merkingu ber að leggja í hugtakið íhlutun, orð sem PF notar yfir
tengsl jafnaðarmanna á Norðurlöndum? Pegar styrkbeiðni forystumanna
■slenskra jafnaðarmanna barst dönskum jafnaðarmönnum var ekki um ann-
að að ræða fyrir þá en að bregðast við þeirri bón með einhverjum hætti.
Beiðnin kallaði á afskipti. íhlutun er að grípa inn í atburðarás óbeðinn og að
fyrra bragði, væntanlega með óæskilegri afskiptasemi. Með öðrum orðum
voru samskipti jafnaðarmanna ekki íhlutun, heldur viðbrögð við ósk um
fyrirgreiðslu.
W telur að ég oftúlki mat hans á þýðingu fjárstreymis til Alþýðuflokksins
°§ vanmeti áhrif fjárstuðnings sósíaldemókrata á ákvörðunina um inngöngu
1 Alþjóðasamband jafnaðarmanna (SAI). Til að sýna fram á síðarnefnda
atriðið segir ÞF:
í tilraunum sínum til að draga sem mest úr öllu hugsanlegu sam-
bandi á milli fjárhagsaðstoðar erlendra skoðanabræðra og aðildar-
umsóknarinnar haustið 1926 gengur hann svo langt, að hann mis-
túlkar mikilvæga heimild (meðvitað eða ómeðvitað!!) Pessi heimild
er bréf Jóns Baldvinssonar og Péturs G. Guðmundssonar til Fried-
richs Adler (SAl) dags. 6. maí 1927. Bréfið, sem er dagsett skömmu
eftir að SAI samþykkti aðild Alþýðusambands íslands, er greinilega
ritað gagngert til þess að telja forystumönnum Alþjóðasambandsins
trú um að stórir sigrar séu á næsta leiti ef fátækt verði ekki flokknum
að fótakefli. Staða flokksins er skýrð og hvergi dregið af við að gylla
framtíð litla bræðraflokksins á Fróni, sem berjist ekki aðeins við póli-
tíska andstæðinga heldur við sligandi fátækt. („Hieraus wird es
Ihnen einleuchten in wie grossen Vortschritten die Partei sich be-
findet, und wie notwendig es ist fur uns, uns der Arbeit an den
Wahlen widmen zu können, ferner auch wie sichtbar grosse Mög-
lichkeiten bestehen unsere Vertreterzahl im Reichstage zu ver-
grössern, falls wir nicht durch Geldmangel an einer regen
Wahlbetátigung gehindert werden.") Um þetta bréf, sem styrkir
mjög þá kenningu að um tengsl hafi verið að ræða á milli aðildar ASÍ
að Alþjóðasambandinu og vonarinnar um erlendan fjárstuðning
fjallar Stefán aðeins í neðanmálsgrein (82, bls. 112) Hann segir: „í
bréfi frá Jóni Baldvinssyni og Pétri G. Guðmundssyni til Friedrichs
Adler er minnst á siðferðilegan stuðning og leiðsögn. Leitað var eftir
ferðastyrk fyrir tvo flokksfélaga til þess að fara til Þýskalands og
Niðurlanda í því skyni að afla upplýsinga um starfsemi flokksfélag-
anna" („i syfte att orientera sig om sina partibröders verksamheter.")
q .. W'tta er langt í frá rétt og minnst sagt villandi (bls. 227).
ln "Orientera sig" merkja „að kynna sér" frekar en „að afla upplýsinga",
þ telur það merkja.
^ a sem ég segi að bréfið innihaldi stendur þar. Af hverju þrástagast PF þá
í aIÉ'3^ ran8t (um það að það segi frá siðferðilegum stuðningi að vera
Pjooasambandinu) en viðurkennir svo óbeint að það sé rétt: „Auk sið-