Saga - 1991, Side 213
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
211
Skyndikannanir
I umsögn ÞF stendur:
I fljótu bragði virðist ekkert vera athugavert við það tilvísunarkerfi
sem höfundur notar. En ef marka má eitthvað þá skyndiathugun
sem undirritaður gerði á nokkrum heimildum er tæpast hægt að bera
lof á vinnubrögðin. Hann segir t.d. frá því á bls. 69 að lögfræðingur-
inn Stefán Jóhann Stefánsson, sem fljótlega varð andkommúnisti af
sannfæringu, hafi heimsótt skandinavísku löndin nokkrum sinnum,
„t.d. Svíþjóð 1928 og 1930 þar sem hann fékk upplýsingar um stjórn-
málaþróunina." 77/ stuðnings þessari fullyrðingu, sem er í sjálfu sér lítil-
væg [SFH], vitnar Stefán í Minriingar Stefáns Jóhanns II, bls. 111, 118,
176 og einnig í Gullnu fluguna, en án blaðsíðutals (tilvísun 26). Þrátt
fyrir ítarlega eftirgrennslan er undirrituðum allsendis ómögulegt að
finna svo mikið sem stafkrók um ferðir Stefáns Jóhanns til Svíaríkis á
árunum 1928 og 1930 (bls. 222).
Það er miður að jafn „lítilvæg fullyrðing" fái ekki rétta heimildatilvísun. Ég
vhna í rit ÞF Gullnu fluguna í heild til stuðnings þeirri fullyrðingu að Stefán
Jóhann hafi verið andkommúnisti - þar reynist ekki þörf á neinu blaðsíðu-
fali. Minningar Stefáns Jóhanns komu út árin 1966 og 1967. í heimildalista er
Wgreint ártalið 1966 sem er fyrir fyrra bindi. í neðanmáli er tilvísunin rétti-
lega í fyrra bindið og áttu blaðsíðutölurnar 111 f, 118 f við það en 176 f fyrir
hið síðara (del 2) (f þýðir „og næsta blaðsíða"). Þetta eru leið mistök eins og
ÞF bendir réttilega á, og hefðu verið enn verri ef staðhæfingin um ferðir Stef-
áns hefði verið röng en svo er ekki. T.d. skrifar Stefán Jóhann 1967, bls. 189
1 s‘ðara bindi: „Þegar ég kom í fyrsta sinn til Svíþjóðar árið 1928, hafði ég les-
ið ýmislegt um alþýðuhreyfinguna þar". ÞF skrifar:
Skyndiathugun leiddi einnig í ljós að tilvísun 60 á bls. 194 er heldur
ekki rétt. Þar er vitnað í bók Jóns Rafnssonar, Vor í verum, bls. 170, en
hlýtur að eiga að vera Baráttan um brauðið eftirTryggva Emilsson, bls.
280 (bls. 222).
essi heimildatilvísun er ekki röng. Tilvísunin er í staðhæfinguna að orðróm-
Ur sé á kreiki um fyrirætlanir að senda varðskip með u.þ.b. 200 manns til Akur-
®ymr. í bók Jóns stendur að ekki sé vitað „hvort úr því verður, að varðskipið
8Ir komi til liðs við þá [andstæðinga kommúnista á Akureyri], mannaður
sunnlenskum hvítliðum" (Jón Rafnsson, Vor í verum, bls. 170). Þannig fást
re|tar upplýsingar um orðróminn um varðskip sem senda eigi til Akureyrar.
1 visun í Jón reynist rétt, ekki röng eins og staðhæft er hér að ofan. Bók Jóns
^ar 1 Þma nær atburðum en bók Tryggva. Upplýsingar um fjölda hvítliða
a°ma frá Tryggva og hefði líka átt að vera með. Hins vegar er þrásinnis vitn-
a 1 bók Tryggva í kaflanum. Greinarmun verður að gera á hvað er rangt og
vað væru æskilegar viðbætur.
Trúverðugleiki heimilda
^bók Jóns Rafnsonar, Vor í verum, gætir tiihneigingar til að gera sem minnst
r endum áhrifum og alþjóðlegum tengslum kommúnista, enda bókin