Saga - 1991, Page 215
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
213
sem fjallað hafa um kenningar Bulls. Sagnfræðingurinn Bo Stráth hefur not-
fært sér hugmyndaauðgi Bulls og vitna ég í Stráth þar sem það á við í úttekt
mmni um róttækni á Norðurlandi. Reykjavík var vígi Alþýðuflokksins innan
verkalýðshreyfingarinnar og flokkurinn var endurbótasinnaður, ekki bylt-
■ngarsinnaður. Þegar litið er á þá staðreynd - sem ég fjalla um í bók minni -
að 1920 og 1930 var fólksfjölgun á Akureyri og í Reykjavík sú sama, eða
6/30% fyrra árið og 3,25% seinna árið, sést að fólksfjölgunin útskýrir ekki
fnuninn á róttækni á þessum tveimur stöðum. Skýringarinnar verður að leita
1 öðru, en með róttækni er skírskotað til stjórnmálahugmynda þeirra sem
fylgdu Kommúnistaflokknum að málum og vildu beita verkfallsvopni
ospart. Ég rannsakaði því aldursskiptingu íbúa á Akureyri og Siglufirði út frá
kjörskrám fyrir árið 1934, til að sjá hvort ekki mætti út frá henni skýra mis-
muninn í baráttuformi verkamanna þessara bæja og áhrif á kosningamunstr-
iö- Einnig kannaði ég meðalaldur verkamanna í Verklýðsfélagi Akureyrar,
sem Alþýðuflokkurinn stýrði, og verkamanna í Verkamannafélagi Akureyr-
ar sem kommúnistar réðu. Meðalaldurinn var hærri hjá þeim fyrrnefndu.
Margt mjög athyglisvert kom út úr þessari könnun. M.a. að á Akureyri
voru einungis 68% á kjörskrá í aldurshópnum 21-50 ára, en 76,5% á Siglu-
fúði í sama aldurshópi. Það er alkunna að yngra fólk aðhyllist oftar róttækari
skoðanir en eldra fólk. Fjötrar eignarhalds setja yngra fólki síður skorður,
áhættuviljinn er meiri hjá því en eldra fólki sem frekar kýs umbætur og
0ryggi en gjörbreytingu með óvissri framtíð. Árið 1934 lækkaði kosningaald-
Ur úr 25 árum í 21. Mikil átök voru á vinnumarkaðinum á Akureyri 1933 og
Siglufirði 1934, sem létu engan ósnertan, og voru deilurnar ofarlega í minni
þeirra sem árið 1934 áttu að fá að kjósa í fyrsta skipti. 17,5% Siglfirðinga á
kjörskrá 1934 höfðu aldrei kosið áður en á Akureyri var talan 13,4%. Þetta
v°ru gífurlega stórir hópar og fóru borgaralegir flokkar ekki varhluta af því.
Kommúnistaflokkur Islands fékk 30% atkvæða á Akureyri, en Alþýðuflokk-
Urinn einungis 11,5%. Það stafar að hluta af því að Framsóknarflokkurinn
auð þar líka fram og dró það úr fylgi við Alþýðuflokkinn. Kosningaþátttak-
au var mikil í landinu eða 81,5%.
Eg geri þetta að umtalsefni sökum þess að ÞF áttar sig ekki á mikilvægi
rannsóknarinnnar á aldursskiptingu og róttækni. Hann teiur að ég „nánast í
ramhjáhlaupi [vitni] til skoðunar Bos Stráths um tengsl þéttbýlisþróunar og
róttækni (bls. 58), en [reyni] næsta lítið að heimfæra þessa kenningu upp á
orðurland þriðja og fjórða áratugarins, sem full ástæða hefði verið til". Það
°r vitnað í könnun Stráths, sem notar kenningu Bulls í rannsókn sinni.
■ó.o. er skírskotað til kenningar Bulls og grein Bulls er að finna í heimilda-
s rá. Það er sagt frá því í Kampen . . . að „róttæknin náði betri fótfestu hjá
^n§ra fólki en eldra" (bls. 59). Hér var birt ný og áreiðanleg þekking. En ég
e heils hugar undir það að halda verði áfram að kanna aðstæður sem öðr-
Urn iren'ur sköpuðu ákveðna róttækni hér á landi.
Áreiðanleg pekking og ókönnuð mál
E dregur í efa að ókönnuðu máli hvort bréfaskipti þau sem ég rannsakaði í