Saga - 1991, Page 218
216
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
niðurstöður fræðimannanna, taki ekki fram að þeir segi að skýringar þeirra
séu meðal atinars þessar sem nemendur fá að meta. Ég er hræddur um að slík-
ar einfaldanir séu óhjákvæmilegar. Ef nemendur eiga að leysa það verkefni
að meta orsakaskýringu eiga þeir heimtingu á að fá að einbeita sér að henni,
án þess að höfundar eigi sífellt undankomuleið í gegnum fyrirvara og var-
nagla. Mér finnst líka að einfaldanir mínar séu réttlætanlegar. Svo dæmi sé
tekið af skýringu Björns Sigfússonar, er lagt í götu nemenda að álykta að
skýring hans sé ekki fullnægjandi. Björn heldur því hvergi fram að hún sé
fullnægjandi, ekki að hún sé ófullnægjandi heldur. Þeir sem fást við verkefn-
ið fá aðeins að staðfesta að Björn hafi ekki sett fram fullnægjandi skýringu. Ef
þeir halda að það hljóti að vera merki um heimsku að setja fram ófullnægj-
andi skýringu, þá er ærin ástæða til að reyna að auka skilning þeirra á
fræðunum. - í kafla 6.6, um skýringar á falli þjóðveldisins, er raunar leitt að
því að allar orsakaskýringar hljóti strangt tekið að vera ófullnægjandi, en það
er vafalaust nokkuð strembin kenning fyrir marga.
Það er rétt hjá Hauki að ég leiði nemendur viljandi að þeirri niðurstöðu að
ályktanir alþýðufræðimanna séu að meðaltali hæpnari en sérfræðinga í
greininni. Það geri ég af því að ég held að það sé rétt og að það skipti máli að
vita það. Ég hefði ekki tekið þátt í að semja Samband við tniðaldir eða unnið við
að nema og kenna sagnfræði í þrjá áratugi ef ég þættist ekki vita að öguð
fræðileg þjálfun í greininni gerði menn að jafnaði að betri fræðimönnum en
ella, þótt auðvitað sé ekki hægt að færa þá reglu upp á tiltekna einstaklinga.
Ég sé enga ástæðu til að leyna þessari sannfæringu minni, og ég held að skól-
ar hafi ekki efni á því í þjóðfélagi okkar að afneita sífellt starfi sínu með því
að neita sér um að sýna fram á að þeir geti aukið nemendum sínum leikni og
þroska. Það gengur ekki upp að halda fólki í skólum á annan áratug og segja
sífellt við það: þeir sem ganga ekki í skóla vita jafnmikið og geta jafnvel það
sem þið lærið í skólanum.
Ég veit að það er erfitt að kenna margt í Sambandi við miðaldir, og eitt af þvi
er vafalaust þetta sem ég var að tala um. En eitt atriði sem Haukur bendir á
í ritdómi sínum kann að vera nothæft til hjálpar við það. í Kennara-
handbókinni (sem er ekki gefin út en var dreift í ljósritum til kennara) hef ég
mistalið árin sem Ingólfur Arnarson á að hafa verið á leiðinni austan úr Ing-
ólfshöfða til Reykjavíkur samkvæmt Lattdnámu. Væri ekki ráð að sýna
nemendum þessa lausn höfundar á eigin verkefni og benda þeim á að ekki
heldur höfundur bókarinnar, sem þykist umkominn þess að gefa í skyn að
Bjöm Sigfússon og Jón Jóhannesson segi ekki allan sannleikann um við-
fangsefni sín, ekki heldur hann er undanþeginn því að gera skyssur?
Kannski leiðir það einhverja að þeirri niðurstöðu að höfundur sé fífl og bók
hans ónýt, en kannski fer líka einhverja að gruna að fræðimenn búi allir i
fræðilegum glerhúsum.
Gunnar Karlsson