Saga - 1991, Page 220
218
RITFREGNIR
að þjóð hljóti að vilja stjórna sér sjálf ef allt sé með felldu. Sitthvað annað
mætti nefna sem vantar þar, til dæmis tvær ágætar bækur um sögu Sjálf-
stæðisflokksins, eftir Magnús Jónsson og Svan Kristjánsson.
Myndavalið er vissulega myndarlegt, en nokkuð mikil brögð eru að því að
myndir komi of snemma miðað við textann, eins og myndaritstjóri hafi surns
staðar átt fullt í fangi með að finna nógu mikið myndefni. Á móti bls. 44 og
45, tíu síðum á undan kristnitöku, eru litmyndir af altarisklæði og altarisbrík
frá Hólum. Hvalseyrarkirkja á Grænlandi er sýnd á mynd á bls. 49, áður en
kemur að kristnitöku og blaðsíðu áður en Grænland finnst í sögunni-
Islandskort Guðbrands biskups er á litmynd á móti bls. 140, þar sem verið er
að segja frá biskupum 14. aldar, og hinum megin á myndablaðinu er 18. ald-
ar konungurinn Friðrik IV. Kort af Skaftáreldahrauni, á móti bls. 157, kemur
inn í sögu Jóns Gerrekssonar. Þjóðólfur er látinn sýna fall Valtýs Guðmunds-
sonar í kosningunum 1902 á bls. 319, áður en Valtýr kemur við sögu. Vigdís
Finnbogadóttir kemur of snemma á litmynd á móti bls. 396, Rcagan og Gorbat-
sjof á móti bls. 397 og fóhannes, Páll páfi II. á móti 412, þar sem verið er að
segja frá sjálfstæðismálinu á seinni stríðsárunum. Litmyndirnar eru sér-
prentaðar og verða því að koma á arkamótum, en þessi síðustu litmyndablöð
hefði mátt færa aftur um þrjár arkir áður en þær hefðu farið út úr meginmáli.
Þótt ritstjórn bókarinnar hafi Iagt sig fram að gera hana sem öruggasta um
staðreyndir og fengið hóp traustra fræðimanna til að lesa handrit hennar, er
hún ekki villulaus fremur en aðrar sögubækur. Ekki er rétt að kosningaaldur
hafi verið lækkaður úr 30 árum í 25 ár með stjórnarskrárbreytingunni 1915
(353). Kosningaaldur var miðaður við 25 ár strax í Alþingistilskipun árið
1843.1 2 Þá segir að Sambandsflokkurinn 1912 hafi verið uppnefndur bræðing-
ur og sambandslagafrumvarp hans grútur (353). Nú er erfitt að sanna að það
hafi aldrei verið gert. Þorsteinn Gíslason vottar þó það sem ég hélt að væri
rétt, að frumvarp Sambandsflokksins hafi verið kallað bræðingur og síðar
grútur, eftir að búið var að breyta því til samkomulags við dönsku stjórnina '
Enn er endurtekin lífseig villa um að samningur Dana og Breta 1901 um fisk-
veiðilandhelgi við ísland hafi verið gerður til 50 ára (310). Honum mátti segja
upp hvenær sem var með tveggja ára fyrirvara.3 Handritasafn Árna Magnús-
sonar er sagt hafa verið flutt á 20 hestum frá Skálholti til skips (232), en heim-
ildir telja þá 30.4 5 Rangt mun vera að fimm Tyrkjaræningjaskip hafi komið til
Islands árið 1627 og tvö þeirra til Grindavíkur (208). Sú missögn er Iíklega
runnin frá Páli Eggert Ólasyni í Sögu íslendinga, sem lætur að vísu aðeins
fjögur skip koma til íslands, en tvö þeirra komu til Grindavíkur, tvö til Aust-
fjarða og þau síðartöldu, ásamt einu skipi enn, rændu í Vestmannaeyjum-
Fremur en láta skipin fjölga sér svona í miðri sögu hefur Björn kosið að hafa
þau fimm frá upphafi. En þar hefur hann leiðrétt skakka tölu. Aðeins eitt
1 Lovsamling for lsland XII (Kbh. 1864), 500.
2 Þorsteinn Gíslason: Þættir úr stjórmnátasögu íslands 1896-1918 (Rv. 1936), 119-
3 Stjórnartíðindi fyrir ísland 1903 A [Kh. 1903], 34.
4 Finnur Jónsson: Ævisaga Árna Magnússonar (Kh. 1930), 74nm.
5 Saga Islendinga V (Rv. 1942), 97-99.