Saga - 1991, Síða 221
RITFREGNIR
219
skip kom til Grindavíkur, en þar rændu Tyrkir dönsku kaupskipi, svo að þeir
sigldu tveimur skipum burt þaðan.6
Síðast í villulista skal hér nefnt það sem segir um samþykkt Jónsbókar. A
bls. 121 er rakið stuttlega alkunnugt stapp um bókina á Alþingi 1281 og síðan
sagt: „þó var hún lögtekin stórbreytingalítið á næstu þingum, 1282 og 83."
Hvorki í Árnn sögu biskups né annálum, sem eru nánast einu hugsanlegu
frumheimildirnar um efnið, er getið um neina samþykkt á Jónsbók eftir 1281,
enda er ekkert slíkt rakið í formála Ólafs Halldórssonar að Jónsbók 1904 né í
íslendinga sögu II eftir Jón Jóhannesson 1958. Ekki heldur í íslenska skattland-
inu, fyrstu bók Björns Þorsteinssonar um tímabilið, 1956. Sögnina um að
deilurnar um Jónsbók hafi teygst allt til 1283 finn ég fyrst í íslandssögu a-k eftir
Einar Laxness, árið 1974 (161). Svo kemur hún í fjölriti sem Björn Þorsteins-
son bjó til handa nemendum sínum í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið
1976/ og er endurtekin í íslenskri miðaldasögu Björns 1978 (185). Björn mun
hafa samið fyrstu drög að alfræðibók Menningarsjóðs sem síðar varð íslands-
sögualfræði Einars Laxness, fram að siðaskiptum.8 Mér finnst líklegt að hon-
um hafi þar orðið á að færa samþykktarsögu Járnsíðu 1271-73 yfir a Jónsbók
áratug síðar. Villan hefur svo gengið úr einni bókinni í aðra. Hún stendur
óleiðrétt í annarri útgáfu af Islandssögu Einars Laxness a-k 1987 (230) og er á
góðri leið að verða ein af viðurkenndum staðreyndum Islandssögunnar.
Báðir höfundar íslandssögu til okkar daga skrifa þægilega léttan og svolítið
gamansaman stíl, eins og þeir séu í góðu skapi við skriftirnar. I eldri tíman-
um iðkar Björn mikið það sem honum er svo lagið, að koma lesendum á
óvart með því að slengja orðum úr nútímamáli inn í texta um fornan tíma.
Hann segir að víkingar hafi farið í sólarlandaferðir suður á Miðjarðarhaf (15),
að hagamúsin hafi verið laumufarþegi landnámsmanna (17), að kveðskapur
hirðskálda hafi verið utanríkisþjónusta íslendinga (50), og að rituð frasogn
hafi seinna orðið fjölmiðill þeirra (78). Sverrir konungur var skæruliðafonngi
(85), og Árni biskup Ólafsson „flengdist fram og aftur um ísland í jögur ar
• • •" (154). Bergsteinn tekur líka víða eftirminnilega til orða og lýsir til dæmis
Vel sérkennilegu ástandi í fjölmiðlun á fyrri hluta 20. aldar (380). „og ie ur
stundum vart mátt á milli sjá hvort hefur átt hitt, flokkurinn blaðið eða blaðið
Eokkinn."
% hef ekki lesið en aðeins gluggað í dönsku íslandssöguna sem var fyrir
rennari þessarar. En miðað við eldri íslandssögur Björns Þorsteinssonar er
uieira nýtt í þessari en ég átti von á. Honum tekst stundum enn að koma a
margskrifuöu efni á frumlegan og óvæntan hátt. Bæði frá landnámi og
hristnitöku segir hann þannig að hann fer í kringum íslensku frásagnarheim-
'ldirnar sem alltaf hafa verið meginstofn sögunnar af þessum viðburðum. Að
'andnámi kemur hann frá norrænni og evrópskri víkingaaldarsögu, rekur
SV0 uppruna íslenskra húsdýra, fornminjar um elstu byggð og örnefni. Þá
7 ly.rkÍarMð á íslandi 1627 (Rv. 1906-09), iii, 2, 223-26.
jörn Þorsteinsson: íslands- og hlorðurlandasaga II. 1264-1550 (Rv. [1976]), 215.
Einar Laxness: Islandssaga a-k (Rv. 1974), 5.