Saga - 1991, Blaðsíða 222
220
RITFREGNIR
kemur að kafla sem heitir Sagntr um upphaf byggðar, og þar er byrjað á elstu
ritheimildum sem nefna Island, gotneskum rúnasteini, engilsaxnesku
landabréfi og sögu Hamborgarerkibiskupa eftir Adam frá Brimum, öllum frá
11. öld (22). Síðan kemur Björn loks að íslendingabók og Landnámabók og gerir
auðvitað rækilega grein fyrir þeim.
Svipað fer Björn að með kristnitökuna. Hann byrjar þar á kristniboði Frið-
reks biskups og Þorvalds víðförla á árunum upp úr 980. Svo segir hann (53):
Eftir íslandsdvöl Friðreks liðu um eða yfir 30 ár þar til kristniboðs-
biskup kom næst til íslands. En þá kváðust landsmenn orðnir
kristnir, þótt með þeim hafi hvorki búið maður með heimild til þess
að vígja kirkjur og staði né biskupa (ferma) unglinga.
Svo er farið að segja frá Ólafi Tryggvasyni og kristniboðsfrásögn Ara fróða.
Þessi frásagnarbrögð eru góð tilbreytni fyrir kunnuga lesendur og getur
jafnvel komið þeim til að hugsa um þessi efni á nýjan hátt. Ég er ekki viss um
að þau orki eins vel á byrjendur. Og það eru mestu efasemdir mínar um bók-
ina að ég er hræddur um að hún sé ekki eins heppileg byrjendabók og
Islandssaga í einu bindi þyrfti helst að vera. Einkum Birni hættir til að tæpa
lauslega á efni svo að ókunnugir lesendur geta varla skilið mikið hvað hann
er að fara. Hann segir til dæmis að samruni goðorðanna hafi orðið (39) „sök-
um vaxandi kirkjuvalds, af landfræðilegri nauðsyn og stjórnarfarslegri." Þeir
sem þekkja til vita að hér er Björn að endursegja bæði kenningar Árna Páls-
sonar og Björns Sigfússonar um efnið. Aðrir skilja varla mikið í þessum orð-
um hans. Sumir brandarar Björns hljóta að fara framhjá þeim sem þekkja
ekki til, eins og þegar hann segir að ísleifur Gissurarson hafi stundað nám í
kvennaskóla í Þýskalandi (59).
Bergsteinn heldur sig meira við trausta og jarðbundna stofnanasögu sem
ókunnugir lesendur hljóta að eiga auðveldara með að fylgja. Þó kemur líka
fyrir að hann gleymi þeim, til dæmis þegar hann segir um baráttuna gegn
berklunum (336-37): „Fyrr en varði skilaði þetta starf af sér þeim árangri/
sem fyrst var sýnilegur á Reykjalundi í Mosfellssveit, en síðar einnig víðar.
Þrefið um ríkisráðsákvæðið í íslensku stjórnarskránni á heimastjórnarárun-
um (354) verður líka óskiljanlegt öðrum en innvígðum af því að aldrei er
útskýrt um hvað málið snerist eiginlega. Að jafnaði held ég að bókin sé of
efnismikil miðað við lengd, of margt sé nefnt á þeim 460 síðum sem megin'
mál hennar spannar, en dvalið við of fátt.
Efnisskipun bókarinnar er fremur mikið í tímasniði. Hún er kaflaskip1 1
þremur stigum, skiptist í fjóra aðalkafla, 20 undirkafla og um 190 ótölusetta
undir-undirkafla. Aðalköflunum og undirköflunum er skipt næstum alger'
lega eftir tíma; það er ekki fyrr en á neðsta stiginu sem farið er að skipta sög'
unni upp eftir málaflokkum. Að jafnaði fer vel á þessu; sagan myndar góða
heild sem mér fannst létt að fylgja. Þó held ég að það hafi verið misráðið hja
Bergsteini að skrifa sögu alþjóðlegs samstarfs og herverndar, landhelgismáta
og fiskveiðilögsögu eftir seinna stríð, áður en hann skrifar almennt stjórn-
málasöguyfirlit. Það leiðir til þess að utanríkissagan verður að miklu Ie>'^
tvísögð, fyrst í sérköflunum, síðan í sögu þeirra ríkisstjórna sem u’nnu a
þessum málum, mynduðust og sprungu um þau. Vissulega er þetta vanda-