Saga - 1991, Side 223
RITFREGNIR
221
verk og engin lausn einhlít. í þjóðarsögu fer ævinlega mörgum sögum fram
samtímis sem grípa þó sífellt hver inn í aðra. Hér held ég þó að hefði farið
betur að búa sér fyrst til uppistöðu úr almennu stjórnmálayfirliti, úr því að
höfundur leggur líka mikið kapp á að skrifa það, og vefa svo sögu einstakra
málaflokka inn í það á eftir.
Mesti samsetningargalli bókarinnar held ég annars að stafi af því að Berg-
steinn tekur ekki við fyrr en um 1904. Björn hefur að vísu furðu góða yfirsýn
yfir 19. öldina, miðað við hvað hann starfaði lítið í henni. En eins og kunnugt
er hefur Bergsteinn skrifað mest af sínum ritverkum um 19. öld, og finnst
honum því eðlilega að talsvert verulegur hluti Islandssögunnar hafi gerst þá.
Af því leiðir að Bergsteinn lætur sér oft ekki nægja þá aðdraganda 20. aldar-
innar sem Björn hefur fengið honum upp í hendur í 19. aldar sögu sinni.
Hann fer mikið til baka yfir á 19. öldina og jafnvel lengra. Pað kemur fyrir að
Bergsteinn segir talsvert nákvæmari 19. aldar sögu í köflum um 20. öld en
Björn hefur gert í köflum um 19. öld, til dæmis um sauðasöluna til Bretlands
(332), sem Björn hefur aðeins tæpt á (293 og 306).
Nú hefur Bergsteinn líka sett sér að skrifa nákvæma sögu stjórnmálaat-
burða á 20. öld. Svo dæmi sé tekið, gengur hann svo langt að hleypa ínn í
frásögn sína Þjóðveldisflokknum sem bauð fram í alþingiskosningum 1942
°g fékk engan mann kosinn (407), og blaði hans Þjóðólfi (405). Hann er líka
svo natinn að rekja sögu ríkisstjórna að misheppnuð tilraun Vilhjálms Þórs
til að mynda stjórn árið 1950 fær inni hjá honum (452-53). Kannski er nauð-
synlegt að leggja sig eftir einhverjum viðbótarfróðleik handa lesendum sem
koma að bókinni með yfirsýn yfir gömlu stjórnmálaflokkana fjóra og ríkis-
stjórnir þeirra. Yfirlitssöguhöfundur verður að minnsta kosti stöku sinnurn
að leyfa sér talsvert nákvæma frásögn, og þá skiptir ekki alltaf mestu máli frá
hverju er sagt. Hins vegar kemur þessi nákvæma stjórnmálasaga, ásamt
uPprifjunum á 19. aldar sögu, nokkuð niður á sögunni af sjálfri atvinnu-,
hfshátta- og lífskjarabyltingu 20. aldar. Þar hefur Bergsteinn að vísu tekið
ráð sem oft gefst vel þegar þarf að skrifa mikla sögu í stuttu máli, að leggja
sérstaka rækt við ákveðna sneið. Hann hefur valið sér samgöngur og skri a
UIU þær þrjá undir-undirkafla (333-35, 372-76 og 421-22). Samgöngur eru
8°tt val að því leyti að þær eru bæði atvinnumál og neysla. Þó hefði ég hosi
aö fá að vita meira um hagsögu, lifnaðarháttabreytingar og viðhorf fólks til
breytinga á 20. öld, um kapítalismann, verðbólguáráttuna, hlutdeild kvenna
a V'nnumarkaði, fjölskyldugerð og hlutverk fjölskyldunnar, viðhorf til þett-
býlismyndunar, nýjar neysluvenjur og nýja afstöðu til neyslu.
Það kann að virðast mótsagnakennt en á sér þó sjálfsagt eðlilega skýringu
aö 20. aldar sagan er einna mest gamaldags í bókinni. Annars er sögutúlkun
bókarinnar í grundvallaratriðum ný. Hlutur Dana er réttur mjög þokkalega.
"Stjórnin gerði margt landsmönnum til bjargar ..." segir um Skaftárelda og
móðuharðindi (252). Framkoma Dana á þjóðfundi 1851 er réttlætt með
stjórnmálasögulegri skýringu (286): „Stórveldin höfðu skipað svo fyrir, að
afmá skyldi spor byltinganna frá 1848 . . Loks fá Danir verðuga viður-
enningu fyrir úrslit handritamálsins (445-46). Hér er líka sögð ný saga að
Pví >eyti að þjóðfélaginu er lýst sem stéttskiptu, og innlend yfirstétt látin bera