Saga - 1991, Side 224
222
RITFREGNIR
ábyrgðina á stöðnun þjóðfélagsins og vannýtingu fiskimiðanna um aldir.
Björn Þorsteinsson fer hér fram eftir öldum með söguskoðun sem hann tók
fyrst upp í íslenskri iniðaldasögu árið 1978.9 „Þessi fámenna, íhaldssama land-
, eigendastétt varð óhreyfanlegur baggi á kyrrstæðu samfélagi." (127) „en
íslenskir höfðingjar hafa óttast að hlutur sinn yrði smár, ef sjálfstæð borgara-
stétt festi rætur í landinu og sjávarútvegur yrði annað og meira en aukabú-
grein bænda." (166) „Hér var um að ræða hefðbundin stórbændasjónarmið,
sem bönnuðu mönnum fjárfestingu í öðru en búskap, bændaútgerð og
menntun." (214). Þessi skilningur endurtekur sig eins og stef í gegnum bók-
ina, allt fram á 19. öld (235, 289, 298), svo að jaðrar við klifun. En það gerir
minna til í samanburði við hitt að hér birtist í fyrsta sinn samfellt yfirlit yfir
Islandssöguna þar sem hún er skilin sem samspil stétta og hagsmunahópa
innanlands en ekki einhliða kúgun útlendra herra á gegnfátækri, samstæðn
þjóð.
Gunnar Karlsson
SAGA ÍSLANDS V. Samin að tilhlutan Þjóðhátíðarnefnd-
ar 1974. Ritstjóri Sigurður Líndal. Hið íslenzka bók-
menntafélag, Sögufélag. Reykjavík 1990. xii + 380 bls.
Myndir, kort, ritaskrár, nafnaskrá.
Inngangur
Fjórða bindi þessa verks kom út árið 1989 og segir í formála fimmta bindis að
líta beri á þessi bindi sem eina heild. Ástæða þessa er sú að efnið var upphaf'
lega í einu bindi en brugðið var á það ráð að skipta því vegna lengdar. Su
skipting tókst ekki sem best að mati þess sem þetta ritar, eins og fram kom i
ritdómi í Sögu á sl. ári og skal ekki fjölyrt um það frekar. Fjórða bindi var
einkum ætlað að fjalla um 14. öld, norsku öldina svonefndu, en hér er röðin
komin að 15. öld, ensku öldinni. Enda nefnist lengsti kaflinn í bindinu, á bls.
3-216, Enska öldin og er eftir þau Björn Þorsteinsson og Guðrúnu Ásu
Grímsdóttur með viðaukum eftir Sigurð Líndal. Birni tókst því miður ekki að
ljúka verkinu, Guðrún Ása var fengin til að ljúka því. Þegar að er gáð, kemur
í ljós að Sigurður Líndal á hér ærið mikið efni, um kirkjusögu, Grænland eftu
1410 og Kristófer Kóhnnbus. Munar mest um kaflann Kirkjan og þjóðlífið.
bls. 141-83, að honum er mikill fengur. Guðrún Ása hefur líka aukið miklu
við texta Björns, einkum ýmsu gagnlegu um kirkjusögu. Björn hafði fyrst °8
fremst áhuga á sögu verslunar og utanlandsmála og á heiti það sem hann gat
15. öld, enska öldin, rætur að rekja til þessa. Kirkjusögu sinnti hann ekki ser-
staklega í skrifum sínum um öldina og má segja að mesta nýjung sem þeda
fimmta bindi flytur sé meiri skrif um kirkjusögu en menn eiga að venjast og
9 Helgi Þorláksson: „Stéttakúgun eða samfylking bænda? Um söguskoðun Björns
Þorsteinssonar." Saga og kirkja (Rv. 1988), 190.