Saga - 1991, Side 227
RITFREGNIR
225
Það sem olli að dró úr skreiðarflutningum Pjóðverja til Englands var eink-
um tollar og gjöld sem enskir lögðu á þýska skreiðarsala. Þjóðverjar máttu
lítt við slíku því að skreið féll í verði, væri hún metin í silfri eða miðuð við
korn, ekki síðar en frá um 1430, og Englendingar munu hafa þóst þess
umkomnir að gegna eftirspurn eftir skreið á Englandi. Dró almennt úr eftir-
sókn eftir skreið á 15. öld, ma. vegna saltfisks, eins og áður gat.
Jóni Gerrekssyni drekkt
Skýring Björns Þorsteinssonar á drekkingu Jóns biskups Gerrekssonar árið
1433 er kannski vitni um það að hann sjái mark Englendinga víðar en heim-
ildir leyfa fyllilega. Björn telur að innlendir skreiðarfurstar, sem hann nefnir
svo, eða möo. íslenskir höfðingjar sem græddu á skreiðarverslun við Eng-
lendinga, hafi ekki þolað afskipti Jóns Skálholtsbiskups, umboðsmanns Ei-
ríks konungs, af þessum viðskiptum og þess vegna drekkt honum með vit-
und og vilja Englendinga. Skarphéðinn Pétursson hafði rannsakað málið
áður og komist að gagnstæðri niðurstöðu, taldi sennilegast að íslendingar
hefðu drekkt biskupi með samþykki Eiríks af Pommern. Guðrún Ása Gríms-
dóttir teflir fram kenningu Skarphéðins gegn kenningu Björns, eins og eðli-
legt er, og hlýtur niðurstaðan að vera sú, eins og fram kemur í myndatexta
(bls. 59), að orsakir fyrir drekkingu Jóns séu ókunnar.
Ég vil bæta fáeinum athugasemdum við kenningu Skarphéðins. Mikilvæg-
ast finnst mér að í bréfi til konungs árið 1431 taka sex íslenskir höfðingjar
fram að þeir vilji ekki þola vetursetur útlendra manna sem eigi hafi leyfi
konungs, sérstaklega ekki enskra og þýskra manna, og ekki kaupskap þeirra
framar venju. Og danska og sænska menn sem fari í leyfisleysi frá konungi,
Þegar hann eigi í stríði, dæma þeir brottræka af landinu og landráðamenn
enda hafi þeir barið menn og bundið. Þeir virðast því telja sveina Jóns bisk-
ups svikara við konung en vináttu við Englendinga gætir ekki af hálfu höfð-
’ngjanna.4 Má benda á að eftir drekkinguna tóku sveinar biskups enskt skip
°g virðast hafa flúið til Englands og er það þó ekki alveg ljóst.
Meðal þessara sex konunghollu höfðingja var Teitur Gunnlaugsson sem
■teitaði að hylla þá Kristófer af Bæjaralandi og Kristján 1 sem konunga á meðan
hann vissi af Eiríki á lífi. Eiríkur fór í útlegð árið 1436 og dó árið 1459; sama
ár, 1459, sór Teitur konunginum, Kristjáni I, hollustu gegn loforði um að
þurfa ekki að gjalda fyrir hollustu sína við Eirík. Teitur var einn þeirra sem
fóru að Jóni biskupi, var lögmaður eftir drekkingu hans og hélt embættum
prátt fyrir hlutdeild sína. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að hollusta við Ei-
r’k hafi ekki aðeins verið dyggð heldur eins konar lífakkeri manns sem leggja
Vl'di áherslu á að hann hefði drekkt biskupi í umboði konungs.
Og það er eins og konungsvald hafi unnið að því að leysa biskupsdrápara
a syndum. Er þá fyrst að nefna að sérlegur þjónn Kristjáns I, ævintýramað-
Urinn Marcellus, fékk leyfi páfa að afleysa þá, annað það að í Lönguréttarbót
4 Menskt fornbréfasafn IV, bls. 462.
15
'sAGa