Saga - 1991, Page 228
226
RITFREGNIR
frá hendi konungs er tekið heldur mildilega á málum biskupsdrápara og loks
að Kristján I sótti svo sjálfur um til páfa að afleysa mætti þá sem drápu Jón
biskup, eins og verið hafi í verkahring konungsvalds að annast slíkt.
Kenningu Skarphéðins má þannig rökstyðja margvíslega fram yfir það
sem hann gerði sjálfur eða gert er í SÍsl V. Helsta röksemd Björns fyrir að
Englendingar hafi staðið að drekkingunni finnst mér vera sú að árið 1432 er
í samningi konunga Dana og Engla sagt að ensk stjórnvöld skuli refsa þeim
sem gert hafi á hlut Jóns biskups. Petta bendir auðvitað til óvináttu á milli
biskups og einhverra Englendinga 1432 og fyrr - en ekki endilega allra Eng-
lendinga. En aðalatriðið er að við vitum ekki af hverju Jóni var drekkt né
heldur af hverju eftirmál urðu nánast engin.
Fyrri höfundar drógu jafnan upp hraksmánarlega mynd af Jóni biskupú
Björn og Skarphéðinn hafa borið í bætifláka fyrir hann en það virðist ekki
hafa haft áhrif á Björn Th. Björnsson sem kallar hann „erlendan junkara-
klerk" sem haft hafi ribbaldasveit og valdið menningarhnignun á Islandi (bls.
335-6).
Eyrars u ndsken n i ngin
Sú kenning Björns Þorsteinssonar sem mér finnst mest varið í er Eyrarsunds-
kenningin sem ég kalla svo, með henni hefur Björn hrifið ísland inn í hring-
iðu alþjóðastjórnmála á 15. öld og okkur lesendur sína með. Þrír fræðimenn
hafa sagt í mín eyru að þarna ýki Björn sennilega og geri hlut íslands mein
en eðlilegt sé. Eftirgrennslan mín bendir til að Björn hafi mikið til síns máls
en hann einfaldar mjög, í sumu um of.
Eyrarsundskenningin snýst um það að Danakonungur hafi ekki haft roð
við Englendingum í togstreitu um Island og komið fyrir lítið þótt hann bann-
aði þeim Islandssiglingar allt þar til hann datt ofan á það ráð að loka Eyrar-
sundi fyrir siglingum enskra kaupmanna. Þessu bragðibeitti fyrstur Kristófer
Danakonungur árið 1447, segir Björn (SÍsI V, bls. 74), og Eystrasaltssiglingaf
voru Englendingum svo mikilvægar að Englakóngur vildi strax semja við
Danakóng um ágreiningsefni, þám. íslandsmál.
Björn virðist fá nánast fullan stuðning við þessa túlkun sína af riti 'Mílli<l,ns
Christensens, frá 1895, Unionskongerne og hansestæderne, enda sækir hann túlk-
unina þangað. Sá konungur sem næstur beitti þessu bragði að sögn Björns
var Kristján I og þetta varð árið 1468 og kostaði fimm ára stríð (S/s/ V, bls.
105-7). Sjálfir sögðust Danir gera þetta vegna þess að Englendingar hefðu
vegið hirðstjóra konungs á íslandi og er þar átt við víg Björns í Rifi. Þannig
virðist ekkert fara á milli mála um að Sundið skipti höfuðmáli í íslandspólitík
Dana, en ekki er allt sem sýnist.
Við þetta þarf einkum að gera tvær athugasemdir. Önnur er sú að skýring
Christensens á gjörðum Kristófers er algjör tilgáta, hann tengir skipatökuna
1447 kannski helst við ísland af því að skipatökuna 1468 má tengja við ísland•
Hin athugasemdin er sú að Björn og Guðrún Ása vanrækja nánast alveg þált
Lýbíkumanna og baráttu þeirra við Englendinga þannig að vægi íslands
virðist hafa verið meira en það var í raun. Skal nú vikið að þessu og Kristóter
fyrst.