Saga - 1991, Side 230
228
RITFREGNIR
sú að þeir mættu aðeins kaupa skreið í Björgvin. Hansamenn þurftu hins
vegar ekki að greiða toll í Sundinu (rangt sem segir um þetta í Sísl V, bls. 68
og 109). í raun var tiltölulega auðvelt að sleppa fram hjá tollheimtumönnum
í Sundinu með því að sigla um Stórabelti. Þess vegna varð að taka eitt og eitt
skip til að sýna að hugur fylgdi máli og kaupmenn utan Hansa nytu því að-
eins siglingaréttar að þeir greiddu toll.
Því má skjóta hér inn að það eru gamlar sagnir að Ólöf ríka hafi hefnt
Björns bónda síns grimmilega en Björn Þorsteinsson slátraði þeim sögnum,
svo að segja, í doktorsritgerð sinni, Ensku öldinni. Hafði því verið trúað að
Ólöf hefði farið á fund konungs árið 1468 og ákært Englendinga. Kunn eru
þessi ummæli, sem ma. koma fram í Sýslumannaævum: „Er mælt að konungi
litist allvel og stórmannlega á Ólöfu . . ." og til þessa eru raktar hefndir
Kristjáns I, m.a. í skrifum Carus-Wilson. Björn studdist ekki við þessa skýr-
ingu enda benda samtímaskjöl til að Ólöf hafi ekki farið af landinu árin 1467
eða 1468, eins og Arnór Sigurjónsson hefur bent á.8 Hins vegar bregður svo
við að lífinu er haldið í þessari sögn um utanferð Ólafar í tengslum við
aðgerðir konungs í SÍsl V (bjs. 107), sagt „víst" að Ólöf hafi farið á fund kon-
ungs árið 1468.
Siglingar Englendinga um Eyrarsund veiktu kannski samningsstöðu
þeirra í skiptum við Dani og verður því vart fjallað um ensku öldina án þess
að nefna Sundið. Sumir af enskum kaupmönnum sóttu um leyfi Danakon-
ungs til Islandssiglinga frá um 1450 og einn þeirra amk. var jafnframt Prúss-
landskaupmaður (Enska öldin, bls. 171). Þannig kunna ógnanir í Sundinu að
hafa haft áhrií á fleiri íslandskaupmenn sem gerðu út kaupför til Prússlands
jafnframt og þyrfti að kanna það. Hins vegar er ekki að sjá að þorra íslands-
kaupmanna hafi verið neitt brugðið þótt Sundið væri lokað á árunum 1451-4,
þeir sigldu eftir sem áður til íslands og Englandskonungur veitti þeim mas.
sumum leyfi (s.st.). Skýringin á þessu hlýtur að vera sú að aðgerðir Dana í
Sundinu hafi ekki tengst íslandi sérstaklega nema einu sinni, 1468, og þær
drógu því varla úr íslandssiglingum frá Englandi. Englendingar virðast í
aðalatriðum hafa farið sínu fram við ísland þótt Danir, eða kannski öllu held-
ur Lýbíkumenn, stjórnuðu í Eyrarsundi. Um 1490 þegar Eyrarsundssigling
Englendinga var lítil, gerðust þeir hins vegar samningafúsir í Islandsmálum
og virtu kröfur Dana og hefði þó kannski mátt búast við að þessu yrði öfugt
farið. En Sundið breytti engu, heldur hafði það gerst að Þjóðverjar höfðu
hafið samkeppni við Englendinga á íslandi og Danir voru farnir að senda
herskip til landsins í fyrsta sinn.
Eyrarsundskenningin á eftir að verða lífsseig, láti að líkum, og valda mörg-
um sagnfræðingi ánægjulegum heilabrotum.
Þorskastríð?
Björn nefnir atburðina 1447 annað þorskastríðið. Við sem þekkjum þorska-
stríðin 1952-76 eigum sjálfsagt flest bágt með að tengja skipatökuna í Eyrar-
8 Arnór Sigurjónsson, Vestfirðingasaga 1390-1540 (1975), bls. 137-8.