Saga - 1991, Page 233
RITFREGNIR
231
mest og hafi mest skáldskapargildi. Má vera að þetta veki áhuga meðal þeirra
sem lítið vita um þessar bókmenntir síðmiðalda.
Nokkuð er sagt frá nýjungum í bókmenntarannsóknum, en ég hefði viljað
fá að sjá meira um slíkt. Óvæntasta kenningin um bókmenntir umrædds
tíma kemur fram í skrifum Guðrúnar Ásu sem telur að íslendingasögur endur-
spegli „illindi alþýðu" á 14. og 15. öld enda séu flest handrit þeirra frá þeim
tíma (bls. 97).
Ég hefði kosið að bókmenntirnar væru settar í félagslegt samhengi, frekar
en gert er. Jónas segir að hin kaþólska bókmenning hafi verið orðin stöðnuð
og ófrjó við siðskipti (bls. 281) og hefði verið fróðlegt að fá það rætt nánar og
skýrt hvernig á því stóð.
Ekki verður kvartað undan því að Björn Th. Björnsson setji ekki myndlist-
arumfjöllun sína í félagslegt samhengi. Hann skrifar: „List getur aldrei verið
annað en einhvers konar endurspeglun samfélagsins" (bls. 287). Helsta
kenning Björns er sú að veraldlegir höfðingjar hafi litið á gotneskan stíl sem
tákn um vaxandi kirkjuvald og haldið tryggð við rómanskan stíl. Þetta rök-
styður hann ma. með því að gotneski stíllinn hafi rutt sér til rúms hérlendis
um 1300 þegar Árni Þorláksson var orðinn sigurvegari í staöamálum, sbr. td.
róðumyndir þar sem hinn þjáði Kristur tekur við af Kristi konungi, hinum
sigursæla (bls. 287-9). Björn telur að rómanski stíllinn gerist aftur ásækinn
við lok 14. aldar og tekur Flateyjarbók sem dæmi um það og gerir jafnvel ráð
fyrir að Magnús prestur Þórhallsson, sem lýsti bókina, hafi verið vanur að
teikna í gotneskum stíl en beitt hinum rómanska að beiðni veraldarhöfðingj-
ans sem lét gera bókina. Björn getur til að rómanska stílbragðið komi fram
vegna varnarstöðu veraldarvaldsins gagnvart kirkjunni. Segir hann að þetta
komi fram í Skálholtssamþykkt 1375 þar sem lýst sé andspyrnu við endur-
nýjaðar kröfur kirkjunnar (bls. 312-13). Ekkert slíkt finnst í Skálholts-
samþykkt, en kannski hefði mátt minna á að Norðlendingar áttu í miklum
útistöðum við Jón biskup skalla sem biskup var 1357-90 (um það á bls. 44).
Kenning Björns er nýstárleg en vekur margar spurningar; er erfitt að skilja
að trúaðir höfðingjar hefðu td. bannað listamönnum sem unnu fyrir þá að
sýna hinn þjáða Krist. Einnig þyrfti að vera alveg ljóst að munir þeir og
myndir sem vitna um mismunandi stíl séu frumunnin af íslendingum fyrir
Islendinga.
Mér virðist Björn ganga of Iangt í að gera þá gripi íslenska sem máldagar
geta að séu í kirkjum á 14. öld. Dæmi um þetta eru kirknatjöld sem hann ger-
h hiklaust ráð fyrir að hafi verið íslensk úr íslenskri ull (bls. 317). Ég hef að-
eins rekist á tvö dæmi um að kirknatjöld væru úr ull, þau voru sennilega oft-
ar úr lérefti og gerð erlendis. Og sérkennilegt er hversu oft er getið að tjöld í
kirkjum væru slitin eða rotin. Þetta bendir til að endurnýjun hafi ekki verið
tíð og fremur háð innflutningi en heimilisvefnaði.
Ólíkt Jónasi Kristjánssyni telur Björn að mikil umskipti hafi orðið vegna
svarta dauða; honum þykir innlend listsköpun á 15. öld blikna og blána hjá
því sem var á 14. öld, plágan hafi jafnvel bundið endi á íslenska hámenn-
Ingu. Honum finnst yfirleitt lítið til um listir á 15. öld, talar um upplausn
gotneskrar listar, munir sem bárust erlendis frá, enskir og þýskir, lýsi smekk