Saga - 1991, Page 234
232
RITFREGNIR
kaupmanna og einkennist af ofhlæði; vegna upplausnar á 15. öld hafi Islend-
ingar ekki getað hamlað gegn þessu af eigin, listrænum mætti (bls. 331-2).
Þessir hörðu dómar um listir 15. aldar, innanlands og utan, koma mér á
óvart, en ég treystist ekki til að leggja mat á þá. En fyrirfram hefði ég talið lík-
legt að mikil samskipti íslendinga við Englendinga og síðar Þjóðverja fram til
siðaskipta hefðu átt að geta veitt frjóum menningaráhrifum til landsins.
Margar myndir prýða þátt Björns, svo sem vera ber, og það er oft gaman
að njóta leiðsagnar hans; sem dæmi má taka ábendingar hans um manninn
sem sýndur er neðst á mynd á bls. 299.
Ekki sé ég betur en Björn fari nokkuð ófimlega með sumar tölur; hann læt-
ur silfurkaleik forgylltan sem vó níu aura kosta níu aura silfurs og gleymir þá
smíðisvinnu og gyllingu (bls. 315); tjöld sem sögð eru á 400 álnir voru vafa-
Iaust á 480 álnir (bls. 315) og eitthvað er bogið við að segja að þrjú hundruð
tólfræð (360) svari til 432 álna (bls. 318).
Frágangur
Mér finnst frágangur á SÍsl V betri en á fjórða bindi, myndir hafa tekist betur
í vinnslu (sbr. þó bls. 298) og hnökrar eru miklu færri. Prentvillur fann ég
fáar og engar skaðlegar nema þar sem e.t.v. eru fallin niður orð (bls. 125
neðst t.v.; 188 miðja t.v.). Hitt er skárra þegar orð eru tvítekin (bls. 125, 194,
298), en ég felli mig illa við þegar ranglega er skipt á milli lína (bls. 125, 171,
266, 349).
Sú meginbreyting hefur orðið að myndatextar eru oft að miklu leyti sam-
hljóða megintexta. Þetta finnst mér vera algjör tvíteking en er kannski gert til
að stuðla að því að þeir sem einungis fletta bókinni til að skoða myndir og
lesa myndatexta nái að fræðast sem mest í leiðinni? Stundum vill þannig til
að ósamræmi verður milli myndartexta og megintexta þótt þeir eigi að vera
eins að efni og orðalagi (sbr. bls. 103 og 105; einnig bls. 72 og 104).
Helgi Þorláksson
UPPLÝSINGIN Á ÍSLANDI. TÍU RITGERÐIR. Ritstjóri:
Ingi Sigurðsson. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík
1990. 320 bls. Myndir, yfirlit á ensku, skrár um heimildir,
myndir og mannanöfn.
Upplýsingartíminn, eða seinni hluti 18. aldar og fyrstu áratugir hinnar 19,
tímabil Skúla fógeta og Magnúsar Stephensens, er orðinn eitt af hinum
spennandi tímabilum í íslenskri sagnfræði. Einna mest hefur verið á seyði í
verslunarsögu tímabilsins þar sem skemmst er að minnast rita Gísla Gunn-
arssonar og Sigfúsar Hauks Andréssonar. Þá varð tveggja alda minning
Skaftáreldanna tilefni til forvitnilegra rannsókna. Og nú er hugmyndasögu
tímabilsins þokað vel áleiðis með fjölbreyttu og stórfróðlegu ritgerðasafni.