Saga - 1991, Side 235
RITFREGNIR
233
Dr. Ingi Sigurðsson er frumkvöðull þessa rits og þess samstarfsverkefnis
fræðimanna sem það er sprottið af. Nær áratugur er liðinn síðan hann safn-
aði liði til verksins, og munu ritgerðirnar vera samdar að miklu leyti á árun-
um 1983-85. Síðan dróst nokkuð að fullvinna ritið og koma því á prent. Auk
Inga vann Halldór Bjarnason manna mest að útgáfunni. Á biðtímanum hafa
ritgerðirnar að nokkru marki verið yngdar upp, a.m.k. vísað til nýrra rita
sem efni þeirra varða, en stundum án þess að þau séu beinlínis notuð.
Meginefni bókarinnar er níu ritgerðir jafnmargra höfunda þar sem rakin
eru áhrif upplýsingarinnar á afmörkuðum sviðum íslensks samfélags og
menningar. Á undan þeim fer yfirlitsritgerð Inga Sigurðssonar um upplýs-
inguna og áhrif hennar á íslandi, þar sem að nokkru eru dregnir saman
þræðir úr hinum ritgerðunum. Ingi ritar einnig stutt yfirlit á ensku um meg-
inatriði bókarinnar.
Höfundar (og heiti) ritgerðanna eru: Harald Gustafsson (Stjórnsýsla), Davíð
Þór Björgvinsson (Refsilöggjöf og réttarfar í sakamálum), Lýður Björnsson (At-
vinnumál), Hjalti Hugason (Guðfræði og trúarlíf), Loftur Guttormsson
(Fræðslumál), Helgi Magnússon (Fræðafélög og bókaútgáfa), Helga K. Gunn-
arsdóttir (Bókmenntir), Ingi Sigurðsson (Sagnfræði) og Haraldur Sigurðsson
(Náttúruvísindi og landafræði). Þannig hefur Ingi styrkt lið sagnfræðing-
anna með lögfræðingi, guðfræðingi og bókmenntafræðingi (Davíð, Hjalta,
Helgu); og einkum hefur hann leitað til fólks sem nýlega hafði haslað sér völl
' rannsóknum, þótt rótgrónir fræðimenn (Lýður, Loftur, Haraldur) ættu
einnig hlut að.
Bæði bókin í heild og hver einstök ritgerð gegnir tvíþættu hlutverki sem
rannsókn og sem yfirlit. Rannsóknin beinist að áhrifum upplýsingarinnar (eða
upplýsingarstefnunnar, fræðslustefnunnar) á íslandi, bæði almennt og á
hinum einstöku sviðum. En til að meta og skýra þessi áhrif þarf að gefa yfir-
lit, annars vegar um upplýsinguna í öðrum löndum, hins vegar um það sem
var að gerast á íslandi á hverju sviði fyrir sig. Um hið síðara styðjast höfund-
ar auðvitað við eldri rannsóknir - stundum sínar eigin - en fylla upp í þær
með nýjum rannsóknum eftir atvikum. Greinargerð fyrir erlendu baksviði er
hjá flestum höfundum - og ekki síst í inngangsritgerðinni - mjög gagnleg,
°8 er þess gætt að aðgreina upplýsingarhugmyndir Breta og Frakka, sem
kunnastar eru úr almennri hugmyndasögu, og þá upplýsingu sem Islend-
lngar kynntust frá Þjóðverjum fyrir milligöngu Dana.
Hinar níu ritgerðir spanna ekki svið allra hugsanlegra áhrifa upplýsingar-
■nnar á íslandi, enda gerir bókin sitt gagn án þess; það væri helst að sakna
megi heilbrigðismálanna. Meiri annmarki er hitt, að ein ritgerð um allt svið
atvinnu- og efnahagsmála reynist ónóg til að gera því sambærileg skil og öðr-
Uni umfjöllunarefnum bókarinnar. Lýður verður að stikla á atriðum, drepur
t.d. á verslunina á örfáum síðum þó að tilefni væri til rækilegrar skoðunar á
glímu kaupskaparstefnunnar við nýrri hugmyndir, bæði fyrir og eftir lok ein-
°kunar. Lýður segir frá hagspeki Adams Smiths og búauðgissinna og leitar
Samsvörunar hjá einstaka íslendingum, en hér þyrfti nánari athugun á
Þýskri og danskri upplýsingarhagspeki, sem myndi m.a. gefa bakgrunn fyrir
stefnu og hugmyndir Skúla fógeta, en þær koma hér óljóst fram þótt getið sé