Saga - 1991, Page 236
234
RITFREGNIR
um framkvæmdir hans, þ.e. Innréttingarnar. Þótt grein Lýðs sé fróðleg um
margt hefur hún hvorki sem rannsókn né sem yfirlit það vægi sem viðfangs-
efnið kallar á.
Hver ritgerð er samin sem sjálfstætt verk, ekki sem kafli í samfelldu rit-
verki, og ekki endilega ætlast til að þær séu lesnar í samfellu. Því er ekki til-
tökumál þótt nokkuð sé um endurtekningar. Einna mest skarast ritgerð
Helga við ýmsar hinna, og umfjöllunarefni hans er h'ka tiltölulega vel rann-
sakað fyrir. Þó hefur það vissulega sitt gildi í þessari bók að fá samfellt yfirlit
um fræðafélög og útgáfustarf, því að einmitt á þeim vettvangi var markviss-
ast unnið að því að koma á framfæri áhrifum upplýsingarinnar.
Hafi ritgerð Helga meira gildi sem aðgengileg samantekt en sem ný
rannsókn, á hið gagnstæða við um könnun Lofts Guttormssonar á upplýs-
ingaráhrifum á sviði fræðslumála. Hún er efnismikil, ályktanir nákvæmlega
studdar heimildum, en samantekt á eldri rannsóknum - einkum Lofts sjálfs
- verður minna atriði. Gallinn er sá, að þessi ritgerð rúmar aðeins hluta af
hinni stórmerku rannsókn Lofts á upplýsingaráhrifum á sviði uppeldis- og
fræðslumála. Hér er áherslan á barnafræðslu og á hlutverk presta sem upp-
fræðenda. Annars staðar (sjá heimildaskrá) hefur hann fjallað um viðurværi
og líkamlega meðhöndlun barna - þ.e.a.s. hluta af heilbrigðismálunum sem
ekki er fjallað um í þessari bók - og enn annars staðar um fræðsluhliðina á
útgáfustarfi upplýsingarmanna, sem er að talsverðu leyti sama viðfangsefni
og hjá Helga í þessari bók, en tekið ólíkum tökum.
Ritgerð Inga um sagnfræði er að því leyti undir sömu sök seld og ritgerð
Lofts, að hann hafði skömmu áður samið inngangsritgerð að sýnisbók af
sagnfræðiskrifum íslenskra upplýsingarmanna, ámóta langa og greinina hér
og að miklu leyti um sama efni. Því sparar hann sér í seinni ritgerðinni að
gera verulega grein fyrir einstökum sagnariturum og verkum þeirra, en fer
þeim mun rækilegar út í lýsingu og mat á upplýsingaráhrifum. Best er að lesa
ritgerðirnar báðar saman.
Ritgerðir Lofts og Helga eru einna lengstar í bókinni, grein Haralds Gustafs-
sons hins vegar nokkru styst, enda samþjöppuð og gagnorð (í þýðingu Gísla
Ágústs Gunnlaugssonar). Harald Iýsir þróun stjórnsýslunnar í örstuttu máli,
en fer mest út í eitt tiltekið dæmi: tillögur Landsnefndarinnar fyrri frá 1771
um „Politie- og Landforordning" - mér er næst að kalla hana „Landsagatil-
skipun" - sem koma skyldi föstu taumhaldi hins opinbera á flesta þætti
mannlífs og atvinnulífs. Þessar tillögur, sem aldrei gengu í gildi, velur Har-
ald sem skýrt dæmi um anda kameralismans (stjórnardeildastefnunnar eins og
hún heitir hjá Lýð), sem var landstjórnarhugsjón hins „upplýsta" einveldis
og áhrifamikill í Þýskalandi og Danmörku. Harald gerir heldur lítið úr skyld-
leika hans við upplýsinguna, e.t.v. minna en Ingi í inngangsritgerðinni, en
það er raunar víða skilgreiningaratriði hvað telja beri beinlínis til upplýsing-
arinnar af tengdum hugmyndum, og líta höfundar dálítið ólíkt á þá hluti.
Einkum er verulegur áherslumunur milli Inga og Haralds Sigurðssonar i
túlkun á sjálfu upplýsingarhugtakinu.
Harald Gustafsson hafði áður skrifað doktorsritgerð um efni úr íslenskn
stjórnsýslusögu 18. aldar. Grein hans hér hefur stuðning af doktorsritgerð-