Saga - 1991, Síða 238
236
RITFREGNIR
Jón Þ. Þór: SAGA ÍSAFJARÐAR OG EYRARHREPPS
HINS FORNA. III. bindi. ATVINNU- OG HAGSAGA
ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐAR 1867-1920. EYRARHREPP-
UR 1867-1920. Sögufélag Isfirðinga. ísafirði 1988. 275 bls.
Myndir, heimildaskrá og nafnaskrá. IV. bindi. 1921-1945.
Sögufélag Isfirðinga. ísafirði 1990. 379 bls. Myndir, heim-
ildaskrá og nafnaskrá.
I
Sögufélag Isfirðinga, með stuðningi bæjarsjóðs ísafjarðar, hefur nú lokið
útgáfu fjögurra binda ritverks um sögu byggðar við Skutulsfjörð. Tilefni
útgáfunnar var, að árið 1986 voru 200 ár frá því bærinn fékk kaupstaðarrétt-
indi hið fyrra sinni. Höfundur verksins er Jón Þ. Þór sagnfræðingur og hóf
hann vinnu við ritun þess árið 1979. Fyrsta bindi Sögu Isafjarðar og Eyrarhrcpps
hins forna kom út árið 1984 og er þar rakin saga sveitarinnar frá landnámi til
ársins 1866. Það ár var þéttbýlið sem myndast hafði á Tanganum gert að sér-
stöku sveitarfélagi, Isafjarðarkaupstað, og fjallar annað bindi sögunnar sem
út kom 1986 um félags- og menningarmál í bænum fram til 1920. Um þessi
bindi hefur Björn Teitsson áður fjallað í Sögu (Saga XXIII-1985, 279-83 og
XXV-1987, 255-58). Þriðja bindi, sem út kom 1988, nær yfir sama tímabil og
annað bindi, 1867-1920, en fjallar um atvinnu- og hagsögu kaupstaðarins og
um sögu Eyrarhrepps. Fjórða og síðasta bindið sem út kom á síðasta ári
geymir svo sögu bæjar og sveitar tímabilið 1921-45. Hefur uppsetning og
umbrot verksins verið unnið af ísfirskum bókagerðarmönnum, og er útlit og
frágangur bókanna allur til mikillar fyrirmyndar.
Hér á eftir mun verða farið nokkrum orðum um þriðja og fjórða bindi ísa-
fjarðarsögu og Eyrarhrepps. Fyrst verður litið á efni bókanna tveggja, þá
teknir fyrir nokkrir þættir úr þeim, því næst rýnt í heimildanotkun og fram-
setningu texta og mynda, þar með verður eitthvað af umvöndunum og
aðfinnslum eins og vera ber, en loks mun reynt að meta not og gildi bókanna
fyrir samtíð og framtíð.
II
Tímabilið frá því um 1880 til 1920 hefur oft verið nefnt stórveldistími ísafjarð-
ar, því þá voru umsvif og áhrif bæjarbúa með mesta móti á landsmælikvarða,
og ísafjarðarkaupstaður um tíma annar stærsti þéttbýlisstaður á landinu.
Það þarf því ekki að koma á óvart að umfjöllun um tímabilið 1867-1920 var
skipt í tvö bindi, annað um félags- og menningarmál, en hið síðara um
atvinnulíf bæjarins og sögu Eyrarhrepps. Þessi tvískipting hefur að vísu
ýmsa annmarka í för með sér, svo sem höfundur getur réttilega um, en þegaf
skipta á svo viðamiklu verki niður í tímabil og bindi, verður einhvers staðar
að höggva á hnútana. Verður ekki hjá því komist að endurtekningar og tiT
vísanir milli bóka verði nokkuð áberandi og langt á milli þátta sem betra væn
að stæðu saman. Þannig lendir saga verkalýðsfélaganna á Isafirði, Baldurs
og Sjómannafélagsins, á árunum 1916-1920 í öðru bindi, en áframhaldið í