Saga - 1991, Qupperneq 239
RITFREGNIR
237
fjórða bindi. Saga atvinnulífsins á þessum árum er hins vegar í þriðja og
fjórða bindi. Sömu sögu er að segja um marga aðra þætti, en hér er úr vöndu
að ráða, eins og áður sagði.
Annars skiptist þriðja bindi í tvo sjálfstæða hluta, annars vegar er þar fjall-
að um atvinnulíf á Isafirði 1867-1920, en hins vegar um sögu Eyrarhrepps á
sama tíma. Þótt saga þéttbýlismyndunar í Hnífsdal sé um margt fróðleg,
verður að telja að mestur akkur sé í umfjöllun höfundar um stórverslanir á
Isafirði á skútuöld, þar sem ljómi Ásgeirsverslunar er mestur, og um upphaf
vélbáta á Isafirði; hina eiginlegu iðnbyltingu á íslandi. Þar eru líka á ferðinni
kaflar sem höfundur hefur greinilega Iagt mesta rækt við, dregið fram áður
ókannaðar frumheimildir, og sett fram heildstæða sögu.
Fjórða bindið nær yfir árin milli 1920 og 1945 og tekur til alls sögusviðsins,
ke8gja sveitarfélaganna, jafnt efnalegrar sem andlegrar iðkunar íbúanna.
Hér er fjallað um tímabil „rauða bæjarins", þann tíma sem jafnaðarmenn
voru í meirihluta í bæjarstjórn Isafjarðar og mestu ráðandi í félags- og
atvinnulífi kaupstaðarins. Er þar fyrst fjallað um íbúafjölda og starfsstéttir,
næst um málefni bæjarstjórnar og afskipti hennar af skipulagsmálum og
atvinnumálum, þá um atvinnulíf, stéttafélög, menntamál, félagastarfsemi og
fleiri þætti. Loks er kafli um sögu Eyrarhrepps, en hann er fremur snubbótt-
ur, 22 síður, og hefði mátt setja kaflann aftan við sögu hreppsins í þriðja
bindi, fremur en að slíta hana þannig í sundur. I fjórða bindi, eins og í hinu
þriðja, eru kaflarnir um atvinnumál, einkum um sjávarútveg, þeir sem bestir
eru frá hendi höfundar bæði hvað varðar úrvinnslu og framsetningu. I öðr-
um köflum verður sagan oft ágripskennd, eins og hlýtur að verða í svo viða-
miklu verki, heimildanotkun einhæf og framsetning oft í upptalningar- og
annálsstíi.
III
Sjávargagn hefur ætíð verið viðurværi og vinna ísfirðinga. Myndun þéttbýlis
a Skutulsfjarðareyri var fyrst bundin verslun við héraðsbúa, en vöxtur bæjar-
ms eftir 1850 var bundinn aukinni útgerð og fiskvinnslu. Tíminn fram til 1918
emkennist af samþættingu verslunar, fiskveiða og saltfiskvinnslu, en tíminn
efhr það af aðskilnaði verslunar og sjávarútvegs. Þessari þróun er vel til skila
baldið í sögu Isafjarðar.
Eins og áður var sagt eru sterkustu kaflar bókanna þeir sem fjalla um sjáv-
arútveg ísfirðinga. Er þar margt stórmerkilegt á ferðinni, sem ekki á sér hlið-
stæðu í sagnaritun landsmanna og skulu hér færð nokkur dæmi. I kafla um
skútuútgerð eru birtir kaflar úr dagbók þilskipsins Gunnars frá ísafirði árið
1895, sem lýsa vel inn í horfinn tíma. Upphaf vélbátaútgerðar og hin fjöl-
m°rgu áhrif hennar eru dregin saman, og þar kemur fram að við uppbygg-
ln8u fyrstu kynslóðar vélbáta komu við sögu framsæknir sjómenn, með
kaupmenn og nýstofnuð bankaútibú að bakhjörlum. Þá er eftirtektarvert að
e‘gendur Ásgeirsverslunar voru meðal stærstu hluthafa í fyrsta togara Isfirð-
lnga árið 1913, þótt aðrir hefðu þar frumkvæði og rekstur með höndum.
^reint er frá stofnun og byggingu fyrstu íshúsanna í bænum og þeirri bylt-
Ir>gu sem það hafði í för með sér fyrir beitunotkun. ísafjörður átti sitt síldar-