Saga - 1991, Side 240
238
RITFREGNIR
ævintýri, sem stóð árin 1915-19, er allir útvegsmenn komu sér upp söltunar-
aðstöðu í firðinum, en sú saga varð endaslepp. Eins var um annað fyrirtæki,
Niðursuðuverksmiðjuna ísland, sem starfaði á ísafirði árin 1907-12. Var þar
um merka nýjung að ræða í atvinnumálum. Allir þessir þættir útgerðarsög-
unnar eru undirstaða þess mannlífs og grósku sem einkennir Isafjarðar-
kaupstað kringum aldamótin síðustu. Sú hugsun verður áleitin, hvort ekki
hefði verið heillavænlegra til að sýna samhengi samfélags og atvinnulífs að
hafa kaflann um atvinnumálin í öðru bindi, ásamt umfjöllun um íbúafjölda
og stéttir, en geyma félags- og menningarmálin til þriðja bindis, ásamt skipu-
lags- og byggingarsögu bæjarins.
Stórfyrirtæki sem höfðu með höndum verslun, fiskveiðar og fiskvinnslu,
útflutning og innflutning, mörkuðu dýpst spor í sögu bæjarins fyrir síðustu
aldamót. Frásögnin af Ásgeirsverslun og öðrum stórverslunum í þriðja bind-
inu er bæði fróðleg og merkileg. Höfundur hefur þar dregið saman fjölda
heimilda, meðal annars náð til frumheimilda í Danmörku, og gefur Iesend-
um heillega mynd af umfangi og starfsemi verslananna á velmektardögurn
þeirra, en einnig endalokum þeirra á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Sú
niðurstaða, að gróði verslananna hafi fyrst og fremst myndast með sölu fisk-
afurða erlendis, kemur ekki á óvart. Minnst er á mikla fjölgun á kaupsvæði
ísafjarðar tímabilið 1870-1914, ásamt auknum fiskveiðum, án þess að frekari
grein sé gerð fyrir áhrifum þess á uppgang bæjarins. Hins vegar er mjög
athyglisverð lýsing á blautfiskverslun bænda og aukinni samkeppni verslana
um fiskafla manna á kaupsvæðinu.
í fjórða bindi er þráðurinn rakinn áfram og kemur þar fyrst við sögu ný
kynslóð athafnamanna runnin frá vélbátaútgerðinni, en sem þoldi illa áföll í
sveiflukenndum atvinnurekstri. Pá kemur að tíma sem segja má að standi
enn, þar sem afskipti hins opinbera verða æ meiri í atvinnumálum. Segir þar
frá því hvernig jafnaðarmenn brugðust við stórfelldum vanda í atvinnumál-
um undir Iok þriðja áratugarins, stofnun Samvinnufélags ísfirðinga og
áframhaldandi viðleitni til að halda uppi atvinnu bæjarbúa í kreppunni.
Kemur þar glöggt fram að jafnaðarmenn unnu ekki eftir fyrirfram ákveðinni
áætlun um að yfirtaka atvinnulíf bæjarins (eins og andstæðingar þeirra héldu
oft fram), heldur voru aðgerðir þeirra einatt svar við aðsteðjandi vanda. Leið-
ir jafnaðarmanna voru hins vegar að sönnu aðrar en fyrirrennara þeirra, því
þeir hikuðu ekki við að beita aðstöðu sinni og bæjarins til að efla undirstöður
lífsafkomu bæjarbúa. í heild eru kaflarnir um atvinnumálin sterkustu hlutar
þriðja og fjórða bindis Isafjarðarsögu.
IV
Valdataka jafnaðarmanna í bæjarstjórn ísafjarðar árið 1921 virðist hafa komið
þeim sem öðrum á óvart. Bolsarnir voru, eins og róttækir skoðanabræður
þeirra í Rússlandi nokkrum árum áður, hvergi nærri tilbúnir til að umbreyta
þjóðfélaginu í samræmi við skoðanir sínar svona allt í einu. En líkingin nær
ekki mikið lengra. Jafnaðarmenn á ísafirði fylgdu leikreglum lýðræðisins og
stjórn þeirra á bæjarfélaginu var lögð fyrir dóm kjósenda í kosningum í upp-