Saga - 1991, Page 242
240
RITFREGNIR
Önnur félagasamtök fá þar litla sem enga umfjöllun og skólamálum eru gerð
þannig skil, að aðallega er um að ræða endursögn úr Kennaratali. Hér og ann-
ars staðar á auðvitað við, að það verður að velja og hafna; ekki er hægt að
halda öllu til haga, og verður lítið við því sagt.
V
Síðari hluti þriðja bindis fjallar um sögu Eyrarhrepps tímabilið 1867-1920, og
er hann mun efnismeiri en framhaldið í fjórða bindinu. Þar kemur fram að
veruleg fjölgun varð í hreppnum þetta tímabii, mest þó áratugina 1890 til
1910 er íbúum fjölgaði úr 386 í 625. Þéttbýli myndaðist í Hnífsdal eftir 1880
og vísir að þéttbýli í Arnardal þar sem bjuggu 90 manns árið 1901. Hnífsdal-
ur óx enn er vélbátaútvegur festist þar í sessi og bjuggu þar 457 íbúar árið
1920, en hins vegar fækkaði aftur í Arnardal upp úr aldamótum. Kemur
þarna fram byggðamynstur sem átti sér samsvörun við Djúp og víðar um
Iand í sjávarbyggðum. Þéttbýli tók víða að myndast löngu fyrir vélbátaöld,
fyrst og fremst vegna bættra verslunarskilyrða og aukinnar útgerðar eftir
1880, án tilkomu þilskipa. En síðan varð þróunin sú nreð tilkomu vélbáta, að
byggðin þéttist á nokkrum stöðum þar sem hafnarskilyrði, samgöngur og
þjónusta voru best. Eftir 1920 tók íbúum aftur á móti að fækka í Hnífsdal eins
og fram kemur í fjórða bindi.
VI
Heimildir Isafjarðarbóka eru fjölskrúðugar, bæði prentaðar og óprentaðar.
Einnig hefur verið leitað til fjölmargra heimildarmanna sem enn lifa, og eru
margir merkir kaflar byggðir á upplýsingum þeirra, svo sem um verslunar-
hætti á ísafirði á fyrstu áratugum aldarinnar og um vinnuna á útilegubátun-
um á þriðja áratugnum. Eins lífgar höfundur ýmsa kafla með innskotum fra
heimildarmönnum og tekst vel að fella saman slík minningabrot og aðrar
heimildir í skemmtilega heild.
Höfundur virðist hafa leitað í tiltækar frumheimildir við ritun sögunnar,
bæði hvað varðar opinber skjöl, skjöl um atvinnurekstur og félagastarfsemi
og kemur þar margt fram í dagsljósið. Því skýtur það nokkuð skökku við að
í umfjöllun um úrslit kosninga til bæjarstjórnar skuli ekki notuð Kjörbók
bæjarstjórnar Isafjarðarkaupstaðar 1905-1925 sem er í vörslu bæjarins, held-
ur vitnað í blaðafréttir (sem eru að vísu réttar, svo það kemur ekki að sök).
Tilvitnanir til heimilda eru að hefðbundnum hætti sagnfræðinga, og fynr
forvitinn lesanda er auðvelt að sjá hvaðan ákveðnar staðhæfingar eru
fengnar. Hér verður þó að finna að því að þegar vitnað er í óprentaðar heim-
ildir á skjalasöfnum verða styttingar heldur miklar, þannig að ekki liggur *
augum uppi hvaðan þær eru. Hvað þýðir til dæmis „VA-III,233", „E.H/3
eða „SÁdb."? Fyrir framan þessar styttingar hefði að ósekju mátt setja tákn
fyrir skjalasöfnin sem varðveita heimildirnar, því eftir þeim er skjalaflokkun-
um raðað í heimildaskrá. Framhjá þessu má auðveldlega komast með þvi a
fara í gegnum heimildaskrána, en verra er að þar er ekki að finna öll þau nt
sem vitnað er til neðanmáls. Þetta á við um Fundargerðabók Byggingafélags