Saga - 1991, Síða 244
242
RITFREGNIR
Súluritin um inn- og útflutning frá bænum 1895-1914 sýna þróunina, en
útreiknað verðmæti segir lesendum lítið, betra hefði verið að sýna magn.
Fróðlegasta súluritið er hins vegar það sem sýnir hlutdeild bæjarins í heildar-
saltfiskútflutningi landsmanna (Súlurit V,111,85).
VIII
1 svo viðamiklu verki hljóta að koma fyrir einhverjar villur, enginn mannleg-
ur máttur getur komið í veg fyrir það. Ekki er ég svo kunnugur efninu að
geta dæmt um hve mikið af slíku hefur slæðst inn. Hér skal þó minnast á
örfáar sem stungu í augu undirritaðs, og eru þær allar úr fjórða bindi. Á blað-
síðu 228 er sagt að Alþýðusamband Vestfjarða hafi verið stofnað 1932 og
Finnur Jónsson hafi verið fyrsti forseti þess. Ekki er þetta rétt. Árið 1927
stofnuðu fimm verkalýðsfélög á Vestfjörðum, auk Jafnaðarmannafélagsins á
ísafirði, Verkalýðssamband Vestfjarða. Fyrsti forseti þess var Ingólfur Jóns-
son bæjarráðsmaður á ísafirði. Á þingi sambandsins árið 1931 var Finnur
Jónsson kjörinn forseti þess, en nafni þess jafnframt breytt í Alþýðusamband
Vestfirðingafjórðungs og síðar í Alþýðusamband Vestfjarða. (Gerðabók Al-
þýðusambands Vestfjarða 1927-1941 í vörslu Verkalýðsfélagsins Baldurs,
ísafirði). í neðanmálsgrein á bls. 220 er minnst á Kaupfélag verkamanna
Akureyrar, sem stofnað var 1915, en ekki 1918, eins og þar stendur. Á síðu 35
segir að Kommúnistaflokkur ísafjarðar hafi fengið bæjarfulltrúa árið 1934, en
um sérstakan flokk kommúnista í bænum var ekki að ræða, heldur deild úr
Kommúnistaflokki íslands. Loks má minnast á það að í kafla um stéttafélög
er hvergi minnst á Vélstjórafélag ísafjarðar sem stofnað var í janúar árið
1932.
Prentvillur eru ekki margar í bókunum og enga rakst ég á sem breytti
nokkru um innihald, nema samlagningarvillan í súluritinu sem minnst var á.
Hins vegar gætu lesendur sem grípa niður í kaflann um skólamál á bls. 262
og er þar bent á að Hannibal Valdimarssyni, skólastjóra Gagnfræðaskólans,
verði gerð betri skil síðar, þurft að Iesa Iengi til að finna meira um Hannibal,
því greint er frá helstu æviatriðum hans á síðum 229-30 í kaflanum um
Verkalýðsfélagið Baldur.
Að Iokum skal minnst hér á tvö atriði úr fjórða bindi, þar sem virðist g£eta
nokkurs misræmis í texta bókarinnar, eða milli texta og mynda.
Hið fyrra varðar sjómannafræðslu á ísafirði eftir 1920. í umfjöllun um
Fiskifélagsdeildina á staðnum (195) segir að deildin hafi staðið fyrir nám-
skeiðum fyrir sjómenn, þar á meðal sundnámskeiðum (mynd frá slíku sund-
námskeiði er að finna á bls. 232 í kaflanum um Sjómannafélagið, en ekki
minnst á það hver stóð fyrir námskeiðinu, eða vísað til texta). Hins vegar er
í sérstökum kafla um Sjómannafræðslu (268-70) sagt frá námskeiðum sem
Eiríkur Einarsson stóð fyrir og kallaðist „Sjómannaskólinn á ísafirði". Þar eru
upplýsingar ansi brotakenndar, og má ætla að betri skil hefði mátt gera þess-
ari merku starfsemi, þar sem sumir þátttakenda eru enn á meðal vor. (Sja
mynd af skólaspjaldi frá 1933, bls. 269, en þar má sjá að auk Eiríks hefur