Saga - 1991, Blaðsíða 245
RITFREGNIR
243
Guðmundur G. Hagalín verið kennari þar, en ekki um það getið í texta). í
báðum tilfellum hefði ritstjórn texta og mynda mátt fara betur saman.
Síðara atriðið fjallar um aðdraganda byggingar fyrstu verkamannabústaða
í bænum. 1 kaflanum um Baldur segir frá því að skipuð hafi verið nefnd um
málið í verkalýðsfélaginu árið 1932 (226), en síðar, í sérstökum kafla (245-
48), segir frá því hvernig sjálfstæðismenn tóku frumkvæðið af jafnaðar-
mönnum með því að boða til fundar um stofnun byggingafélags um verka-
mannabústaði árið 1934 (jafnaðarmenn yfirtóku að vísu félagið með því að
fjölmenna á fundinn; skemmtilegt dæmi um samkeppni flokkanna). Loks er
frá því sagt síðar í bókinni í kaflanum um kirkju og trúmál (284), að bæjar-
stjórnin hafi sótt um að fá lán úr kirkjubyggingarsjóði safnaðarins til að
byggja verkamannabústaði árið 1931-32. Hér hefði eflaust mátt fella betur
saman og grafa upp fleiri brot.
Þótt hér hafi ýmislegt verið tínt til af athugasemdum og aðfinnslum, þá
eru þessir kaflar sem minnst er á, bæði um stéttafélög, fræðslumál og
almenna félagsstarfsemi í bænum á árunum 1921-45 fróðlegir og oft
skemmtilegir aflestrar.
IX
Þriðja og fjórða bindi sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps ná yfir tímabil mikilla
breytinga í íslensku samfélagi; þéttbýlismyndun, vélbátabyltingu, stjórn-
málaátök, velgengnisár, stríðsár og kreppu svo fátt eitt sé nefnt. Hér hefur
verið safnað saman fjölbreyttum fróðleik um líf og störf þess fólks sem
byggði Skutulsfjörð á tímabilinu 1867-1945. Og það sem meira er, það hefur
tekist með góðu móti að fella þennan fróðleik í þann farveg, að upp er dregin
sæmilega skýr mynd af lífsafkomu og viðfangsefnum íbúanna. Margt mætti
betur fara, til að lýsing á aldarfari og bæjarbrag kæmi betur fram, því eins og
fram hefur komið leggur höfundur sig ekki jafn mikið fram í öllum hlutum
bókarinnar. 1 heild má segja að bækurnar séu höfundi til sóma og gott fram-
lag til íslenskrar sagnfræði. Þar skal enn nefna kaflana um sjávarútveginn,
bæði í þriðja og fjórða bindinu, sem eiga ekki aðeins við um ísafjörð, heldur
eru framlag til heidarsögu íslenskrar útgerðar og fiskveiða. Bækurnar munu
því verða uppistöðurit ekki aðeins um sögu bæjarins og sveitarinnar, heldur
öllum sem fást munu við þennan tíma í atvinnu- og félagssögu næstu árin.
Saga ísafjarðar og Eyrarhrepps er fyrst og fremst byggðasaga, og sómir sér vel
sem glæsilegt rit í þeim flokki, en sem kunnugt er hefur þessi bókmennta-
grein blómstrað á síðustu árum. Megi höfundur og stjórn Sögufélags ísfirð-
'nga eiga þakkir og virðingu allra ísfirðinga fyrir að koma slíku verki á fram-
feri, okkur til fróðleiks og ánægju.
Sigurður Pétursson