Saga - 1991, Síða 250
248
RITFREGNIR
Jón Hjaltason: SAGA AKUREYRAR. I. BINDI. 890-1862. í
LANDI EYRARLANDS OG NAUSTA. Akureyrarbær.
Akureyri 1990. 228 bls. Myndir og skrár.
Ritun sögu sveitarfélaga er án nokkurs efa einn gróskumesti angi íslenskrar
sagnaritunar um þessar mundir, þar sem margra binda verk eru í smíðum
eða hafa nýlega birst um flest helstu bæjarfélög landsins. Ber þessi gróska
ótvíræðan vott um metnað íslenskra bæjarstjórna og áhuga hjá almenningi á
fortíð sinni og sögu byggðarlaga sem hann tengist á einn eða annan hátt.
Flest eiga þessi rit það sameiginlegt að þau eru skrifuð af háskólamenntuð-
um fræðimönnum og unnin að einhverju leyti eftir leikreglum akademískrar
sagnfræði, þó svo að markaður þeirra sé alls ekki bundinn við einn lesenda-
hóp öðrum fremur. Saga Akureyrar, sem mun vera eitt nýjasta framlagið til
bókmenntagreinarinnar, er því hluti sérstakrar og vaxandi söguhefðar á ís-
landi, þar sem reynt er að nýta vísindalega aðferð í alþýðlegri sagnaritun.
Á vissan hátt hefur saga sveitarfélaganna liðið fyrir að vera blendingur
sögulegra hefða. Líkt og aðrar tegundir bókmennta hlýtur slík sagnfræði að
taka tillit til Iesendanna, eða þess markaðar sem hún er framleidd fyrir, ekki
síst þegar samning ritanna er alfarið kostuð úr sjóðum sveitarfélaga.
Aðferðafræði sagnfræðinnar krefst hins vegar ákveðinna vinnubragða, sem
oft falla illa að væntingum kaupenda alþýðlegra rita um sögulegt efni -hvort
sem þar er um að ræða sveitarstjórnir sem greiða höfundum laun, eða les-
endur sem neyta afurðarinnar í endanlegri mynd. Reglur um vísindalega
framsetningu gera til dæmis ráð fyrir því að hnýsinn lesandi geti rakið slóð
höfundar og sannreynt allar fullyrðingar hans með leit í heimildum, auk
þess sem upplýsingar um heimildir eiga að auðvelda öðrum fræðimönnum
frekari rannsóknir. Af inngangi að Sögu Akureyrar má ráða, að einhverjum
hafi þótt nóg um tilvísanir höfundar í heimildir, a.m.k. telur Jón Hjaltason
sig þurfa að réttlæta þær sérstaklega. Mun alvarlegra tel ég þó að efnistök
háskólasagnfræðinnar stangast oft á við það sem tíðkast í alþýðlegri sagna-
ritun. Samkvæmt fræðilegum kokkabókum skulu sagnfræðingar hafa til leið-
sagnar ákveðin vandamál eða fræðikenningar og fjalla aðeins um það eitt
sem snertir viðfangsefnið - um leið og ekkert er dregið undan sem kann að
varpa ljósi á rannsóknarvandamálin. Þó svo ég vilji ekki gera íslenskum
sveitarstjórnum upp skoðanir, þá segir mér svo hugur að þær skilji ekki allar
söguritun á þennan hátt. Fyrir þeim er sveitarstjórnarsaga ekki aðeins fram-
lag til fræðilegrar umræðu, heldur ekki síður eins konar minnisvarði um hér-
aðið og íbúa þess í fortíð og nútíð, eða hlutlæg frásögn af einstökum athafna-
mönnum og viðburðum sem gefur læsilega lýsingu á vexti byggðarlagsins og
þroska frá frumbernsku til okkar daga.
í formála Sögu Akureyrar er lítils háttar tæpt á tilvistarvandamálum byggða-
sögunnar, en þar spyr höfundur sjálfan sig „til hvers . . . yfirleitt [sé] verið
að rita héraðasögur". Svarið, sem væntanlega lýsir ritstjórnarstefnu höfund-
arins, er að „þær eiga að vera til fræðslu og ánægju lesandanum, efla skilning
íbúa héraðsins á Iífsháttum og lífsskilyrðum forfeðra sinna og gera þeim