Saga - 1991, Side 251
RITFREGNIR
249
mögulegt að skynja hvernig héraðið eða kaupstaðurinn hefur byggst og þró-
ast á tímans rás" (7). í takt við þessa stefnu er fyrsta bindi Sögu Akureyrar að
mestu leyti safn lauslega tengdra frásagna um persónur og viðburði í sögu
bæjarins, sem höfundur hefur annaðhvort talið mikilvægar til skilnings á
mótunarsögu Akrueyrar eða skemmtilegar aflestrar, sérstaklega fyrir þá sem
þekkja vel til á staðnum. Lýsingar Jóns eru lifandi og auðvelda lesendum að
lifa sig inn í fortíðina, á meðan þeir eru ekki þreyttir á rækilegum tölulegum
upplýsingum eða greiningu á einstökum atriðum í þjóðfélags- eða hug-
myndasögu tímabilsins. Nákvæmar lýsingar á ytri aðstæðum, margar senni-
lega að mestu uppdiktaðar af höfundinum sjálfum („í blíðviðri sumarsins
streyma ábúðarmiklir fundarmennirnir . . ." (115), „Við bryggjuplankann
vaggaði gömul seglaskekta . . ." (159), „{ maí fór að bera á vistlausum
fátæklingum í þorpinu og á bæjunum í kring. Á bakinu báru þeir grindhoruð
börn sín. í örvæntingarfullum augum foreldranna speglaði dauðinn sig"
(108)), skreyta textann í því skyni að gera sögusviðið ljóslifandi fyrir lesand-
anum. Af sömu ástæðu skiptir Jón af og til yfir í nútíð í frásögn sem annars
er sögð í þátíð („Árið er 1787. Það er komið fram yfir miðjan apríl. Vorið er
ógæftasamt ..." (25)), en það neyðir lesandann til að breyta um lestrarað-
ferð og gerir hann að eins konar þátttakanda í atburðarásinni. Stílbrögð af
þessu tagi eru aldrei sjálfsögð í fræðilegri sagnfræði, en gera textann örugg-
lega aðgengilegri fyrir marga lesendur.
Ef miðað er við forsendur höfundar er Saga Akureyrar býsna vel heppnað
rit í heild sinni. Textinn er lipurlega skrifaður og útlit bókarinnar til fyrir-
myndar, þannig að hún ætti að efla skilning héraðsbúa á fortíð sinni og vera
þeim skemmtun um leið. Jón hefur góða yfirsýn yfir landafræði Akureyrar
og dregur skýra mynd af því rými sem sagan fer fram í. Gallinn við ritstjórn-
arstefnuna er þó, að af henni leiðir óhjákvæmilega visst stefnuleysi. Saga
bæjarfélags er alltaf flókið fyrirbæri, hversu smár sem bærinn er, og er því
aldrei mögulegt að segja frá öllu sem teljast má merkilegt eða hnyttið. Þar
sem engin meðvituð vandamál eru lögð til grundvallar Sögu Akureyrar skortir
höfund skýrar reglur fyrir vali á frásögnum úr þeim fjölda sagna og atriða
sem hann hefur rekist á í heimildunum. Þetta er nokkuð bagalegt, ekki síst
þar sem Jón leggur undir nær þúsund ár í fyrsta bindi ritsins og að baki þess
hggur greinilega mikil heimildavinna. Áhugasvið höfundar koma þó skýrt
fram í áherslum á einstaka þætti í sögunni, en Jón eyðir t.d. einungis ellefu
síðum, ríkulega myndskreyttum, á fyrstu níu aldir tímabilsins, á meðan
karp og hjónabandserjur kaupmanna á 2. og 3. áratug 19. aldar fá nær helm-
mgi meira rými. Verður sú áhersla sem lögð er á persónur til þess að stund-
um hverfur bærinn í skuggann fyrir örlögum einstaklinganna; samfélagsleg
vandamál eins og drykkjuskapur koma fram sem einstaklingsbrestir fyrst og
fremst, í stað þess að þau séu rædd í tengslum við almenn þjóðfélagsmál og
samfélagsbreytingar. Af þessum sökum fáum við talsverða innsýn í líf ein-
stakra karla og kvenna, aðallega kaupmanna og fjölskyldna þeirra, en eigum
°ft erfitt með að átta okkur á heildarmyndinni, á því hvernig samfélagið
Ákureyri starfaði og þróaðist, hvernig vöxtur bæjarins og viðgangur, sem
verslunarstaðar í landbúnaðarhéraði, var frábrugðinn (eða líktist) mynstri