Saga - 1991, Side 252
250
RITFREGNIR
þéttbýlismyndunar á íslandi á sama tíma, hvernig verslunin tengdist land-
búnaði í Eyjafirði, hvaða áhrif bærinn hafði á eyfirskan og norðlenskan land-
búnað og hvernig landbúnaðurinn mótaði þróun bæjarins, o.s.frv., o.s.frv.
Með þessu vil ég meina að sjónarhorn Sögu Akureyrar sé full þröngt og
fræðilegur rammi hennar varla nægilega ögrandi. Akureyri birtist líkt og
útlend jurt sem er plantað í óplægðan akur, mótuð af Iögum sem voru sett í
Kaupmannahöfn undir leiðsögn kaup- og embættismanna frekar en innlend-
um aðstæðum og þróun í viðskiptum innanlands sem utan. Af þessum sök-
um fær lesandinn litla vitneskju um þá krafta sem liggja að baki sögu bæjar-
ins, eða samhengi hans við efnahags- og félagssögu Eyjafjarðar og landsins
almennt. Og þegar Jón víkkar sjóndeildarhringinn, eins og í fólksfjöldasögu
Akureyrar, eru upplýsingarnar of brotakenndar til að gera greininguna
sannfærandi, þó svo að tilgátur hans séu reyndar oft mjög frumlegar. I því
sambandi má benda á ástæður fyrir vexti bæjarins, en þar heldur Jón því
fram að vöxtur Akureyrar eftir 1840 hafi ekki stafað af offjölgun í sveitum,
heldur varpi „þessi fjöldi aðkomumanna á Akureyri . . . nokkru ljósi á
stærstu þversögn íslensks samfélags á umliðnum öldum" (105), þ.e. þá
staðreynd að langflestir íslenskir bændur voru leiguliðar án langtíma leigu-
samninga. Ég á bágt með að draga sömu niðurstöðu af fólksfjöldaþróun
Akureyrar og Jón, bæði vegna þess að ekkert í sögu eignarhalds á jörðum á
íslandi réttlætti snögga fjölgun í þéttbýli á nítjándu öld -ef nokkuð var þá fór
sjálfseign einmitt vaxandi á þessum árum. Er ég því enn þeirrar skoðunar, að
beint samband hafi ríkt á milli þéttbýlismyndunar á Islandi (sem og í Eyja-
firði) og offjölgunar í sveitum, enda er sú staðreynd að Eyfirðingum fjölgaði
hægar en landsmönnum almennt um miðja 19. öld haldlítil rök gegn þeirri
kenningu.
Reyndar er margt í upplýsingum Jóns um fólksfjölda á Akureyri sem gefur
vísbendingar um þróun Akureyrar og mikilvægi í efnahags- og félagskerfi
byggðarlagsins. Ekki það að ég sjái jafn beint samband veðurfars og vaxtar
bæjarins og Jón, en hann telur góðæriskafla á árunum 1837-54 hafa verið
eina af meginorsökum fólksfjölgunar á tímabilinu, en samkvæmt línuriti var
fjölgunin aldrei meiri en 1855-60, eða eftirað góðæriskaflanum lauk. Áhuga-
verðari finnst mér fjölgun iðnaðarmanna á Akureyri, sem Jón nefnir í fram-
hjáhlaupi, en ég gæti trúað að hún hafi stafað af breyttri verkaskiptingu í
Eyjafirði og aukinni sérhæfingu. Mér finnst ekki rétt að kalla stétt iðnaðar-
manna „borgarastétt" eins og Jón gerir á einum stað (99), en fjölgun þeirra
hlýtur að eiga sér rætur í, og hafa haft áhrif á, efnahagskerfi nágrannasveit-
anna. Vöxtur Akureyrar var því bæði afleiðing og orsök þjóðfélagsbreytinga
í nágrannasveitunum, sérhæfing kallar í sjálfu sér á meiri sérhæfingu, sem
síðan hlýtur að hafa mótað samfélagsafstæður og félagsleg ferli í byggðarlag-
inu. Um þetta fáum við lítið að vita, enda fær hagkerfi Akureyrar umfram
verslunina lítið rúm í bókinni.
Líkt er farið um pólitíska sögu Akureyrar, en þar finnst mér bæði skorta
samtengingu sem veitti yfirsýn yfir pólitíska sviðið í heild sinni og greiningu
á flokkum og flokkadráttum í bænum. Stjórnmál eru ávallt spurning um
dreifingu valds og er því saga þeirra flókið samspil einstaklinga, þjóðfélags-