Saga - 1991, Síða 255
RITFREGNIR
253
Thorvaldsensfélagið (1875-), Sjómannaklúbburinn (1875-78) ogHið íslenska kven-
félag (1894-1962). Kannað er, hverjir voru í félögunum og á hvern hátt þau
vildu mennta fólkið í hinu unga bæjarsamfélagi. Loks er svo afraksturinn
lauslega borinn saman við þróunina annars staðar á Norðurlöndum (11-12,
14).
Yfirleitt er gott samræmi milli þeirra fyrirheita, sem gefin eru í upphafi og
þess sem gert er í framhaldinu. Hins vegar er stundum álitamál, hvort
höfundur er á réttri braut í greiningu og efnisskipan. Hér á eftir verður efnið
rakið í stórum dráttum, en um leið bent á nokkra annmarka á annars ágætri
bók.
í öðrum kafla eru línurnar lagðar. Fyrst er fjallað um frelsi til félagastofn-
unar, þá tímabilaskiptingu í sögu reykvískra félagshreyfinga og Ioks sagt frá
uppruna og starfi menntunarfélaganna (15). Skipting sögunnar I tímabil er
gagnleg, en viðmiðið eru þátttakendurnir. Fyrsta skeiðið er talið ná fram um
1850. Allt til þess tíma starfaði eingöngu þröngur hópur embættismanna í
félögum. Þar er átt við félög, sem varla geta talist eiginleg Reykjavíkurfélög,
heldur samtök sem náðu yfir stærra svæði (18). Reykjavíkurklúbburinn,
stofnaður 1805 og lengi vel eina eiginlega Reykjavíkurfélagið, er ekki til
umfjöllunar. Auk embættismanna var þar saman kominn rjóminn af versl-
unarstéttinni og nokkrir iðnaðarmenn fengu líka að fljóta með. Niðurstaðan
er hins vegar sú sama; eingöngu fámennur hópur betri borgara, Iíkast til 30-
40 manns lengst af, tók þátt í starfinu.
Annað skeiðið hófst um og upp úr miðri 19. öld. Þá urðu þau skil að breið-
ari hópur fór að taka þátt og stofna félög, en alþýða manna var enn sem fyrr
utangarðs. Félögin takmörkuðust æ meir við íbúa Reykjavíkur og voru ekki
eins tengd æðstu stjórn landsins og áður. Eðlileg afleiðing breytinganna var
sú, að viðfangsefnin urðu fjölbreyttari. Verkefnin snerust í æ ríkara mæli um
þarfir bæjarbúa og sum félög sinntu málefnum, sem opinberir aðilar tóku
síðar upp á sína arma (20-22). Þriðja skeiðið er svo talið hefjast um og upp
úr 1890, en þá fór að verða vart fjöldaþátttöku almennings (22-23).
Allt er þetta skýrt og skilmerkilegt og vafalaust rétt i grundvallaratriðum.
En hvernig tekst höfundi að skýra skilin, fyrst upp úr miðri öldinni og síðan
í kringum 1890? Þegar er ljóst, að formleg atriði komu þar ekki við sögu.
Formlegt félagafrelsi fengu Islendingar ekki fyrr en með stjórnarskránni
1874. Slíkt breytti hins vegar litlu, þar sem stjórnvöld höfðu í reynd engar
hömlur lagt á samtakamyndun Reykvíkinga það sem af var öldinni (17-18).
Aðrir kraftar voru að verki, en höfundur virðist á báðum áttum. Mest áhersla
er lögð á „almenna vakningu". Talað er um andlega hreyfingu, fyrst á
fimmta áratugnum þegar alþingi, æðri skólar og fleiri stofnanir voru að taka
sér bólfestu í bænum og síðan almenna vakningu meðal landsmanna í kring-
Ufn þjóðhátíðarhaldið 1874. Sá kraftur hafi vafalaust orðið fólki hvatning að
taka höndum saman (20). Á hinn bóginn er allt of lítið gert úr vexti bæjarins
°g breyttri stéttaskiptingu, en þar er vitanlega að finna forsendur og grund-
völl breytinganna. Alrangt væri þó að halda því fram, að höfundur gefi siíku
engan gaum. 1 inngangi og víðar er vikið að vexti bæjarins, stéttaskipting-
unni og þar með þeim jarðvegi, sem félögin spruttu úr (10). Allt þetta hefði