Saga - 1991, Qupperneq 256
254
RITFREGNIR
þó þurft að skoða á skipulegri hátt, eins og nánar verður vikið að síðar. Sama
á við um þriðja skeiðið, sem talið er hefjast um 1890, en ekki er almennilega
gerð grein fyrir forsendum þeirra umskipta. Þó er augljóst, að höfundur hall-
ast fyrst og fremst að síaukinnni verkaskiptingu í blómstrandi þéttbýli (22).
Loks er svo sagt frá uppruna og starfi menntunarfélaganna sjö. Tildrög
þeirra og helstu markmið eru könnuð. Þannig telur höfundur að mæla megi
að einhverju leyti mikilvægi menntastarfsins hjá einstökum félögum (15, 24-
25). Greiningin hvílir hins vegar á veikum grunni. Félögunum er skipt í tvo
eða þrjá hópa. Þann fyrsta skipa, að því er virðist, nokkuð hreinræktuð
menntunar- og menningarfélög. Þar eru bundin saman á bás Kvöldfélagið,
Lestrarfélag Reykjavíkur og Sjómannaklúbburinn (25-26). Þá koma tvö
félög, sem talin eru eiga rætur að rekja til atburða í stjórnmálalífi þjóðarinn-
ar, Stúdentafélagið og Hið íslenska kvenfélag (26-28). Loks er það svo þriðji
hópurinn, en í honum eru samtök, sem hvorki verða talin hrein og klár
menntunar- og menningarfélög, né heldur eiga þau rætur að rekja til póli-
tískra atburða. Þar eru á ferð Iðnaðarmannafélagið og Thorvaldsensfélagið.
Af tildrögum Thorvaldsensfélagsins segir fátt, nema að þau megi rekja til
atburðar í bæjarlífinu. Fyrst og fremst er vísað til erlendra áhrifa. Sama er
upp á teningnum með nánustu tildrög Iðnaðarmannafélagsins, en þau virð-
ast þoku hulin (28-29). En hverjar skyldu svo niðurstöðurnar vera? Félögun-
um er á endanum skipt í tvo hópa. Þrjú eru talin hafa sinnt nær eingöngu
menningar- og menntastarfi, en hin fjögur lögðu einnig stund á ýmislegt
annað. Tvö teljast með stjórnmálalegar rætur, en alls voru þó fjögur þjóðleg
og þjóðernissinnuð. Sjómannaklúbburinn, Thorvaldsensfélagið og Lestrar-
félagið nefndu hins vegar engan þjóðlegan tilgang (29-31). Skilin milli hópa
eru óglögg, viðmiðin henta ekki og tvö félög falla að hvorugu. í slíkum tilvik-
um er vísað til erlendra áhrifa, en öll áttu félögin sér einhverjar fyrirmyndir
frá útlöndum. Þar að auki er umdeilanlegt, hvort rétt sé að telja Kvöldfélagið
hreint og klárt menningar- og menntunarfélag. Alveg eins má líta á það sem
fyrsta stigið í samtakamyndun menntamanna. Aðalatriðið er auðvitað, að
þarna voru ákveðnir hópar að mynda með sér félög. Ákveðin markmið voru
lögð til grundvallar og viðfangsefnin mótuðust af því, hverjir áttu í hlut.
Þjóðleg og þjóðernissinnuð afstaða var t.d. líklegri hjá menntamönnum og
iðnaðarmönnum heldur en hinum sem efst trónuðu og þannig mætti áfram
telja. Umfjöllunin skilar hins vegar fyrst og fremst kynningu á félögunum.
Greiningin virðist misheppnuð og viðmiðin tvö koma að litlu haldi. Það
kemur líka á daginn þegar kannað er, hvernig einstök félög beittu sér i
menntastarfinu og að hvaða hópum kraftarnir beindust.
í þriðja kafla er viðfangsefnið fólkið í félögunum og liggur þar mikil vinna
að baki. Viðmiðið er atvinna félagsmanna, en markmiðið er að leiða í ljos
hvaða hópar það voru, sem mynduðu samtök til að þoka áhugamálum sin-
um áleiðis (32). Kaflinn er í þrennu Iagi og ræðst skiptingin af því, hversu
opin eða lokuð félögin voru. Fyrst er sagt frá Kvöldfélaginu og Iðnaðar-
mannafélaginu, en þar voru atkvæði greidd um nýja félaga. Sú aðferð ein
ræður því, að þessi félög eru spyrt saman. Slík formsatriði virðast hins vegar
breyta litlu, þegar upp er staðið. Mestu skipta niðurstöðurnar um félags-