Saga - 1991, Qupperneq 257
RITFREGNIR
255
mennina og það, fyrir hvað félögin stóðu. Um Iðnaðarmannafélagið þarf
varla að fjölyrða, en Kvöldfélagið var í grófum dráttum athvarf mennta-
manna. Bæði voru félögin fámenn, að jafnaði 20-30 félagar innanborðs.
Þarna voru á ferð vaxandi millihópar, sem vildu hasla sér völl. Kvöldfélags-
menn voru að berjast fyrir innlendri menntamannastétt og íslensku Reykja-
víkurlífi. Iðnaðarmenn voru að styrkja samheldni sína og reyndu að auka
áhrif sín (40). Bæði voru félögin þjóðlegt mótvægi gegn kaupmannastéttinni
og dönskum áhrifum. Þannig áttu þau fleira sameiginlegt en það eitt að
greiða atkvæði um nýja félaga. Eðlilegra hefði hins vegar verið að hafa
Kvöldfélagið og Stúdentafélagið saman í flokki. Þar voru á ferð samtök
menntamanna og Kvöldfélagið má með fullum rétti telja forvera Stúdentafé-
lagsins.
Þá er sagt frá félögum með óformlegar takmarkanir, Lestrarfélaginu og
Thorvaldsensfélaginu. Þau voru fámenn eins og hin tvö. Aðild var bundin
við útvalinn hóp og þar hefðu formlegar takmarkanir engu breytt. Þarna var
saman kominn rjóminn af Reykvíkingum úr embættis-, menntamanna- og
verslunarstétt; annars vegar karlar og hins vegar eiginkonur þeirra og dætur.
Hitt þyrfti hins vegar að kanna betur, hvort sá rjómi var endilega af erlend-
um uppruna (47).
Loks eru svo sett undir sama hatt þrjú ólík félög: Stúdentafélagið, Sjó-
mannaklúbburinn og Hið íslenska kvenfélag. Þau eru sögð hafa verið opin
//ákveðnum hópum", en það á raunar við um öll félögin. Aðgangur að þeim
hafi verið frjálsari en að öðrum og stefnt að því að fá sem flesta til starfa (47).
Niðurstöðurnar um Stúdentafélagið benda þó varla til þess, að það eigi endi-
lega heima í þessum hópi. Félagið var fámennt, rétt eins og Kvöldfélagið,
enda varla við öðru að búast. Skilyrði fyrir aðild var að hafa stúdentspróf og
af slíku gátu fáir státað (50). Að þessu leytinu var Iítill munur á því og Iðnað-
armannafélaginu eða Kvöldfélaginu, þótt það reyndist opnara í starfi sínu.
Sjómannaklúbburinn var stofnaður fyrir almúgann af nokkrum einstakl-
■ngum úr efri stéttum. Hann var ætlaður sjómönnum og verkamönnum inn-
an bæjar sem utan og einu skilyrðin þau, að menn kæmu á fundi þokkalega
hl fara og ódrukknir. Á stofnfundinn mættu nokkur hundruð manns og
snemma árs 1876 voru formlegir félagar 200 talsins. Samkomur voru fjölsótt-
ar og stundum allt að 500 manns. Klúbburinn varð hins vegar ekki langlífur,
starfaði aðeins í tvö og hálft ár. Honum var stjórnað að ofan og almennir
félagar höfðu Iítil áhrif (50-53).
Hið íslenska kvenfélag var stofnað árið 1894 og var frábrugðið fyrsta kven-
félaginu, Thorvaldsensfélaginu, í flestu. Það var mun fjölmennara og kon-
urnar lítt þekktar, ef frá eru taldar þær, sem héldu um stjórnartaumana. í
Reykjavík voru félagarnir alls yfir 400 á árunum 1895 og 1896, en fljótlega
hallaði undan fæti (53-55). Sjómannaklúbburinn og Hið íslenska kvenfélag
attu þannig ýmislegt sameiginlegt. Þau voru langfjölmennust þessara
■Fenntunarfélaga og vísir að fjöldahreyfingu, en náðu ekki að halda flugi
(^7). Aðalatriðin eru hins vegar þau, að Stúdentafélagið var fámennt félag
menntamanna. Sjómannaklúbburinn var fjölmennt lágstéttarfélag, til orðið
vegna frumkvæðis að ofan og stjórnað af betri borgurum. Hið íslenska kven-