Saga - 1991, Page 258
256
RITFREGNIR
félag er óræðara, enda ekki mikið vitað um almenna félagsmenn fyrstu árin.
Fjöldinn einn nægir hins vegar til þess að álykta, að félagið hafi starfað á
breiðum grunni og uppruni kvennanna hafi verið margbreytilegur. Parna
var því á ferð nýtt stig í samtakamyndun reykvískra kvenna.
Því má halda fram með nokkrum rétti, að þarna sé höfundur á villigötum
í efnisskipan og greiningu. Það virðist skila litlum árangri að skipta félögun-
um upp eftir því, hversu opin eða lokuð þau voru. Þvert á móti ruglar það
lesandann og dreifir athyglinni frá kjarna málsins: Hvaða hópar voru að
mynda með sér samtök og hvers eðlis voru þau? Þeim upplýsingum hefði
líka mátt koma til skila á einfaldari hátt, m.a. í töflum. En eftir hverju hefði
þá átt að skipa efninu? Fyrst og fremst eftir hópum og kyni. Slíkt hefði verið
gagnlegra og undirstrikað ákveðnar línur í þróuninni, sem svífa yfir vötnun-
um, en eru ekki dregnar nógu skýrt.
í fjórða kafla er gerð grein fyrir fræðslustarfi félaganna og reynt að ráða 1
viðhorfin til þess, hvaða menntun hæfði hverjum. Loks er svo litið á þá
skólagöngu, sem bæjarbúum stóð til boða og stöðu menntamála almennt en
tiltektir einstakra félaga verða vart skiljanlegar nema með hliðsjón af því (20,
58, 72-73). Sú umfjöllun hefði hins vegar að ósekju mátt koma framar í ritinu
og vera mun ítarlegri.
Fyrst um menntastarf í þágu almúgans. Almenningsfræðsla félaganna fór
fram í nokkrum sunnudaga- og kvöldskólum og var aðallega ætluð fullorðn-
um. Þar að auki stóðu félögin fyrir útgáfustarfi og fyrirlestrahaldi, en erfiðara
er að mæla þátttökuna á því sviði. Sex af sjö félögum koma við sögu, öll
nema Lestrarfélagið. Tvö til viðbótar virðast þó varla eiga erindi á þessum
vettvangi. Þar er fyrst að telja Kvöldfélagið, sem gerði lítið annað en skil-
greina viðfangsefnið á fundi árið 1872 (59-60). Hitt félagið er Iðnaðarmanna-
félagið, sem fyrst og fremst beitti sér í þágu eigin félagsmanna.
Aðsókn að kvöld- og sunnudagaskólum var mikil fyrstu árin, en fljótlega
hallaði undan fæti. Enginn skóli hélt dampi í mörg ár, nema handavinnu-
skóli Thorvaldsensfélagsins. Hann var sá eini sem ætlaður var unglingum,
auðvitað stúlkum, og lifði góðu lífi allar götur fram yfir aldamót, eða allt þar
til handavinnukennsla var tekin upp í barnaskólanum (70-71, 73). Annað
skólastarf stóð stutt og síðasta tilraunin fauk út í veður og vind um 1890.
Skýringuna telur höfundur þá helsta, að þörfin hafi ekki verið eins knýjandi
þá og 20 árum fyrr (73). í fljótu bragði verður þó varla séð, að slíkt eigi við
gild rök að styðjast. Starfsemin hafði alla tíð verið brokkgeng, en af hverju?
Vantaði áhugann? Hafði almúginn engan tíma til að líta upp úr brauðstrit-
inu, eða gáfust félögin einfaldlega upp? Hver var svo árangurinn, eða verður
hann ekki mældur? Við þessum spurningum fást engin svör.
Þá er komið að menntun í þágu iðnaðarmanna á vegum Iðnaðarmannafé-
lagsins, en sunnudagaskóli þess varð að veruleika árið 1869. 1 fyrstu var
kennslan bæði ætluð iðnaðarmönnum og almenningi. Reyndin varð hins
vegar sú, að skólann sóttu fyrst og fremst iðnaðarmenn (79). Áhugamál og
þarfir iðnaðarmanna voru aðrar en lágstéttarinnar og verður það að teljast
eðlilegt. Meðan sauðsvartur almúginn sat með sveittan skallann við skrift/
réttritun og reikning var enska vinsælasta kennslugreinin í skóla iðnaðar-