Saga - 1991, Síða 259
RITFREGNIR
257
manna árið 1874. Mikill kraftur var í skólanum í fyrstu, en áhuginn slokknaði
fljótlega. Allt bendir til þess að skólahaldið hafi verið afar slitrótt lengst af,
enda þótt skólanefnd tórði allar götur til 1890. Höfundur hefur engar
skýringar á áhugaleysinu (74-75). Aðalskýringin hlýtur þó að vera sú, að
ekki hafi verið raunhæft að gera út á svo fámennan hóp ár eftir ár. Upp úr
1890 hófst skólahald á nýjan leik, en mun sérhæfðara og beindist æ meir að
fræðslu fyrir iðnnema (77, 79), enda óx þörfin fyrir slíka menntun í takt við
þjóðfélagsþróunina og vöxt bæjarins.
Loks er sagt frá menntamönnum og starfi í þeirra þágu. Þar koma fjögur
félög við sögu: Kvöldfélagið, Stúdentafélagið, Lestrarfélagið og Hið íslenska
kvenfélag. Þau áttu raunar misjafnlega brýnt erindi við þennan hóp og
niðurstaða höfundur styður slíkt að hluta. Lestrarfélagið gleymist nánast og
Hið íslenska kvenfélag er þarna eingöngu vegna afskipta sinna af háskóla-
málinu. Helstu niðurstöðurnar tengjast hins vegar menntamannafélögunum
tveimur, en bæði vildu þau efla menntalíf bæjarins. Félagarnir héldu fyrir-
lestra til að styrkja andann og menntamenn sem forystusveit. Þeir vildu inn-
lenda lagakennslu og íslenskan háskóla og rökin voru að hluta þjóðernisleg
(87).
1 fimmta kafla er skyggnst til annarra Norðurlanda um samanburð. Fjallað
er um afstöðu yfirvalda, tímabilaskiptingu og Ioks menntunarfélög. Alls
staðar er að finna dæmi um átök, nema í Reykjavík. Höfundur bendir á
tvennt til að skýra vinsamlega afstöðu yfirvalda hér á landi: annars vegar
samtakaleysi og þróttleysi landsmanna, hins vegar nána samvinnu reyk-
vískra félaga við bæjaryfirvöld (92-93). Það sampil er athyglisvert, en skýrir
samt ekki muninn á stöðu félagshreyfinga í einstökum löndum. Megin-
skýringin er vafalaust sú að þjóðfélagsþróunin hér á landi og þar með félags-
hreyfingarnar voru nokkrum áratugum á eftir því sem gerðist víðast hvar
annars staðar á Norðurlöndum.
Samanburðurinn á menntastarfinu felst fyrst og fremst í því að benda á
nokkra þætti með hliðsjón af Reykjavíkurfélögunum. Enn og aftur er hins
ýegar komið að því, að íslendingar ráku lestina á öllum sviðum (96-98).
Aherslurnar voru mismunandi, m.a. vegna þess að alþýðumenntun og
skólakerfi einstakra landa voru misjafnlega á vegi stödd. íslendingar voru
síðastir til þess að koma skipulagi á skólahald fyrir almenning. Þess vegna
ályktar höfundur réttilega, að í Reykjavík hafi meiri áhersla verið lögð á
beina almenningsfræðslu í þeim greinum, sem venjulega voru kenndar í
barnaskólum (98-99).
Hér að framan hefur efni ritsins verið rakið í stórum dráttum og bent á
nokkra annmarka, einkum á greiningu og efnisskipan. Nú skal hins vegar
fáum orðum vikið að afmörkun efnisins. Höfundur er stórhuga og tveir
Veigamiklir málaflokkar undir. Báðir þurfa ákveðinn bakgrunn að styðjast
v'ð, svo þróun mála og orsakir einstakra breytinga verði Ijósar. Annars vegar
hefði þurft að bregða upp skýrri mynd af vexti Reykjavíkur og viðgangi ein-
stakra stétta og hópa, hins vegar af stöðu menntamála. Þessi umgjörð er ekki
n°gu skýr, en krefst líka mikillar vinnu, ef vel á að vera. Höfundur hefur það
Ser til málsbóta, að bitastætt og auðmelt efni í umgjörðina drýpur ekki af
17-Saga