Saga - 1991, Side 260
258
RITFREGNIR
hverju strái. Dæmi um það, hvernig ónógar upplýsingar um breytta stétta-
skiptingu setja mark sitt á rannsóknina birtast t.d., þegar reynt er að skýra
þau skil, sem urðu um og upp úr 1850. Allt þetta hefði legið ljósar fyrir, ef
stærð einstakra hópa hefði verið könnuð. Af manntölum má þannig sjá, að
enginn grundvöllur var fyrir félag á borð við Kvöldfélagið árið 1840, naumast
árið 1850, en örugglega árið 1860 og félagið var stofnað ekki seinna en 1861.
Þannig mætti eflaust lengi telja. Lesandinn fær engar upplýsingar um,
hversu stórir hópar eru undir, en slíkt skiptir öllu máli. Varðandi fólksfjöld-
ann og vöxt bæjarins skal einungis bent á þetta: Höfundur hefði á einfaldan
hátt getað brugðið upp mun skýrari mynd af fólksfjöldaþróuninni, en vöxtur
bæjarins er afar mikilvægur fyrir þessa sögu. Samfélagsleg vandamál urðu
meira áberandi eftir því sem bærinn óx, hvort sem litið er til menntamála eða
heilbrigðismála, svo fátt eitt sé nefnt. Og það sem meira er: Um leið urðu þau
að raunhæfari viðfangsefnum frjálsra félagasamtaka, því þá fyrst voru ein-
stakir hópar orðnir svo öflugir, að þeir gætu látið til sín taka. Má ekki vel
halda því fram, að stærð bæjarins og stéttasamsetning hafi fyrst verið komin
á það stig á árunum 1850-70, að verulegra tíðinda væri að vænta í sögu reyk-
vískra félagshreyfinga?
Þá er komið að athugasemdum, sem flokka mætti undir óþarfa „hæ-
versku" höfundar eða þá „fræðilega loftfimleika", sem geta verið tvíbentir á
stundum. Nokkur dæmi eru um þetta, en hér verða tvö tekin. Annað birtist,
þar sem fjallað er um Thorvaldsensfélagið og stofnendur þess árið 1875. Þar
segir (44);
í Thorvaldsensfélaginu voru notuð skráningarblöð fyrir félagana og
sést af þeim að félagið var ætlað konum, því fyrsta orðið erfrú. Þarna
átti að skrá upplýsingar um foreldra þeirra og maka, en ekki hvað
þær störfuðu sjálfar. Upplýsingar um fjölskylduna hafa skipt félagið
meira máli. Það er umhugsunarefni í tengslum við stöðu kvenna á
þessum tíma hvers vegna félag fyrir konur spyr ekki um atvinnu
þeirra sjálfra, heldur aðeins fjölskylduhagi.
Svarið við þessum vangaveltum liggur í augum uppi og auðvitað veit höf-
undur betur, en gleymir sér í formsatriðum. Um vinnu kvennanna í Thor-
valdsensfélaginu þurfti ekki að spyrja, einfaldlega vegna þess að í langflest-
um tilvikum, ef ekki öllum, var hún engin utan heimilis. Forsendan fyrir því
að tilheyra hópi heldri kvenna á þessum tíma var staða föður eða eigin-
manns, en ekki vinna konunnar.
Hitt dæmið er að finna, þar sem dregnar eru saman helstu niðurstöður á
samanburði við önnur Norðurlönd. Fram kemur, að Islendingar ráku lestina
og vekur reyndar Iitla furðu. Lokaorðin hljóða hins vegar svo (96):
Þau skil sem merkja má í starfi félaganna eftir því hvenær mismun-
andi þjóðfélagshópar fóru að láta að sér kveða . . . benda þó til þess
að þjóðfélagsbreytingar á 19. öld hafi verið heldur seinna á ferð i
Reykjavík en annars staðar á Norðurlöndum.
Þetta hefði átt að liggja ljóst fyrir þegar í upphafi. Varnaglar eru stundum
góðra gjalda verðir, en geta líka þegar illa tekst til, grafið undan trausti les-
andans á annars ágætum höfundum.