Saga - 1991, Page 262
260
RITFREGNIR
er fjallað um erlendar rannsóknir af sama toga, einkum sænskar. í fjórða
kafla er rætt nánar um umgerð rannsóknarinnar, heimildir og aðferðir. I
þeim fimmta er hugað að því hvers kyns mál komu fyrir rétt í þremur lög-
sagnarumdæmum landsins á síðari hluta 19. aldar. Að því loknu eru teknir
til sérstakrar skoðunar fjórir málaflokkar, þ.e. dulsmál og brot sem varða
kynhegðun fólks, brot á atvinnustéttalöggjöfinni, þjófnaðir og skuldamál.
Að síðustu er svo að finna kafla um réttarvitund og refsiviðhorf.
Mest af efniviði sínum sækir Gísli Ágúst í dómabækur úr þremur sýslum
á tveimur tímabilum. Pær eru: Dómabækur Eyjafjarðarsýslu 1850-59 og
1890-99, Gullbringu- og Kjósarsýslu 1855-59 og 1891-99 og Árnessýslu
1851-58 og 1887-96. Niðurstöður höfundar eru þær helstar, að breytingar á
fjölda og eðli dómsmála endurspegli breytingar á íslensku samfélagi á 19.
öld. Þannig bendi athugun á málum er varða brot á atvinnustéttalöggjöfinni
til þess að brotin hafi verið álitin alvarleg ógnun við ríkjandi samfélagsskip-
an. Löggjafar- og dómsvald hafi leitast við að tryggja hagsmuni ráðandi
stétta. Þá bendi athugun á þjófnaðarmálum til þess að þjófnaðir hafi verið
álitnir brjóta niður trúnað í samfélaginu og rétt væri að refsa fyrir þá af
hörku. Þetta sé auk þess vitnisburður um hugmyndir manna um friðhelgi
eignarréttarins. Þá telur Gísli Ágúst að fjölgun skuldamála á síðari hluta
aldarinnar endurspegli breytingar á verslunarháttum.
Þótt rit þetta sé ekki stórt hefur höfundi tekist að draga þar saman marg-
víslegar og nytsamlegar upplýsingar um dómsmál og meðferð þeirra á síðari
hluta 19. aldar. Af þessum upplýsingum má ráða hvaða málaflokkar voru
algengastir á þessum tíma, en það endurspeglar vissulega ástand þjóðfélags-
mála á margan hátt. Þá er þar að finna skilmerkilegar greinargerðir fyrir
kenningum um orsakir afbrota og hliðstæðum sænskum rannsóknum. Fé-
lagssöguleg rannsókn af þessu tagi sem byggir aðallega á heimildum um
fjölda og meðferð dómsmála er nýjung í íslenskum sagnfræðiverkum að þvi
er ég best veit og er allrar athygli verð. Þá er verkið mikilvægt framlag til rétt-
arsögu 19. aldar, sem hefur fram til þessa einkum verið viðfangsefni þeirra
sem unna „æsifréttablaðamennsku" meira en alvarlegum sagnfræðilegum
rannsóknum.
Rannsókn af því tagi sem Gísli Ágúst hefur hér ráðist í byggir að sjálfsögðu
á þeirri forsendu að lög, dómar og önnur gögn sem varða framkvæmd laga
og meðferð dómsmála, veiti ekki einasta upplýsingar um réttarreglur og
túlkun manna á þeim, heldur einnig upplýsingar um ríkjandi viðhorf í þjóð-
félaginu í víðara samhengi og jafnvel um almennt þjóðfélagsástand að
nokkru leyti. Við lestur ritsins komu þó upp í hugann ýmsar spurningar sem
varða raunverulegt gildi slikra heimilda fyrir félagssögulega rannsókn af þvi
tagi sem Gísli Ágúst hefur gert og um meðferð þeirra. í upphafi IV. kafla,
sem fjallar um umgerð rannsóknarinnar, segir höfundur sjálfur um þetta
atriði:
Löggjöf endurspeglar á hverjum tíma ríkjandi réttarvitund, siðferð-
ishugmyndir og þjóðfélagsviðhorf. Þær heimildir sem sagnfræðingar
eiga völ á er þeir rannsaka afbrot og refsingar eru einkum lög, doma-
bækur, dómskjöl og umræður um dómskerfið, löggjöfina og réttarfar