Saga - 1991, Page 266
264
RITFREGNIR
síðu talað um „ákæru" í einkarefsimáli Jóns Guðbrandssonar gegn Jóni Ein-
arssyni. Þessu tengt er rétt að geta þess að töflur á bls. 28-31 gera ekki grein-
armun á opinberum málum og einkamálum, þó svo sá greinarmunur hafi
verið orðinn allskýr þegar um miðja 18. öld. Þetta er ókostur þar sem opinber
mál eru liður í félagslegu taumhaldi með allt öðrum hætti en einkamál, ef það
er þá yfirleitt rétt að nefna einkamál í því sambandi. Á bls. 56 er talað um
réttarfarsþróun í þjófnaðarmálum, þar sem eðlilegra er að tala einfaldlega
um réttarþróun, enda hefur orðið „réttarfar" sérstaka merkingu sem ekki á
við í þessu sambandi. Þó dæmin sem ég hef rekist á um ónákvæma hugtaka-
notkun séu ekki tæmandi talin er rétt að leggja áherslu á að slík hugtakanotk-
un heyrir frekar til undantekninga í ritinu og að hún breytir ekki neinu um
niðurstöður rannsóknarinnar.
Þó hér hafi verið fundið að meðferð Gísla Ágústs á dómsúrlausnum sem
heimildum og lögfræðilegum hugtökum er víst að áhugamenn um réttar-
sögu, sem og um almenna sögu, hljóta að fagna þessu riti. Hér er um að ræða
athyglisverða tilraun til að bregða upp mynd af íslensku þjóðfélagi á síðari
hluta 19. aldar með tilstyrk heimilda sem hafa í reynd verið ákaflega lítið
kannaðar. Ég hef lengi haft þá skoðun að við nákvæma úrvinnslu heimilda
verði að taka mið af viðurkenndum aðferðum í Iögfræði, ekki síður en að-
ferðum sagnfræðinnar. Ritið styrkir mig í þessari skoðun. Hér er kjörinn
vettvangur fyrir samstarf sagnfræðinga og lögfræðinga.
Davíð Þór Björgvinsson
Ásgeir Jakobsson: BÍLDUDALSKÓNGURINN. AT-
HAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR. Skugg-
sjá. Hafnarfirði 1990. 446 bls.
„Pétur er einn áræðisgaukurinn, búinn að eignast Bíldudal og þilskip, stofna
verslun, allt í skuld að heita má. Ekki eftir minni kokkabók, en hvað er um að
tala, forlögin hrinda þessu áfram", skrifaði séra Guðmundur Einarsson á
Breiðabólstað árið 1880 um verðandi tengdason sinn, Pétur Jens Thorsteins-
son (bls. 114). Pétur var meira að segja svo djarfur að biðja tengdaföður sinn
á sjálfan brúðkaupsdaginn um að lána sér veð í jörð til að geta keypt vörur í
hina nýju verslun sína upp á krít.
Þeir tengdafeðgar voru um margt fulltrúar gamla og nýja tímans sem
skullu saman á ofanverðri síðustu öld. Guðmundur var gætinn en framfara-
sinnaður bóndi sem byggði afkomu sína á öruggri eign í jörðum, Pétur tefldi
hins vegar sínum litla veraldarauði og trausti tengdafjölskyldunnar í tvísýnu
með því að hefja verslun og „útgerðarbrask". Áhættan borgaði sig og varð
Pétur stórauðugur maður á útgerð og verslun þegar fram liðu stundir eftir að
fyrirtækið hafði staðið í járnum í mörg erfið ár á níunda áratugnum.